Gerast félagi


Hér er hægt að ná sér í skráningarblað og gerast hlutafélagi í Melrakkasetri Íslands ehf.
Þannig gerir þú :

1) Fyllir út skráningarblaðið og vistar sem pdf og sendir okkur í tölvupósti – eða prentar og sendir í venjulegum pósti

2) Greiðir upphæðina (hluturinn er 10.000) á reikning Jönusjóðs: reikningsnúmerið er 154 - 15 – 250394 og Kennitala Melrakkasetursins er 660907-1060

3) Sendir rafræna kvittun á netfangið melrakki@melrakki.is

4) Sækir eða færð sent skjal með staðfestingu á hlutafjáreign viðkomandi

5) Svo þegar skattframtalið kemur sérðu þessa upphæð skráða, það er allt í lagi, Melrakkasetrið er non-profit, aldrei greiddur út arður og enginn skattur heldur J

Takk kærlega fyrir stuðninginn

Melrakkasetur Íslands efh var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og voru stofnfélagar 42, einstaklingar, sveitafélög og fyrirtæki í héraði.

Melrakkasetur Íslands ehf er sjálfseignarfélag og rennur allur ágóði félagsins í starfsemina. Samkvæmt stofnsamþykktum félagsins er ekki hægt að fá greiddan arð en að sama skapi er heldur ekki greiddur skattur af hlutafjáreign.

Á aðalfundi félagsins í maí 2010 var ákveðið að hlutafé félagsins verði hækkað upp í 5 milljónir. Hluturinn er á 10.000,-kr og er hægt að skrá sig með því að prenta út eyðublaðið, fylla það út og senda undirritað til:

Melrakkasetur Íslands
Eyrardal - 420 Súðavík

Hlutafélagar sem greitt hafa fyrir sinn hlut fá sent skjal því til staðfestingar. Einnig geta menn keypt hlut í nafni annara og er þá gefið upp nafn þess sem verður skráður. Þetta er nokkuð vinsæl og hentug gjöf enda gott málefni á ferðinni.