Styrktarsjóður

Minningarsjóður Páls Hersteinssonar

Kollegar Páls og vinir í norður Noregi söfnuðu dágóðri upphæð sem þau hafa ánafnað Melrakkasetrinu í minningu Páls. Við erum stolt og þakklát fyrir framlagið og munum gera okkar besta til að halda uppi nafni og starfi Páls með rannsóknum á melrakkanum á Íslandi.

Fjárhæðin, sem norsku vísindamennirnir söfnuðu, hefur verið færð inn á sérstakan reikning sem stofnaður hefur verið. Hugmyndin er að stofna sjóð í nafni Páls, sem opin verður fyrir framlögum. Markmið sjóðsins verður að styðja við áframhaldandi rannsóknir á tófunni og efla alþjóðlegt samstarf á vettvangi tófurannsókna. Þeir sem leggja fé inn á reikninginn og vilja fá staðfestingu eða láta nafns síns getið eru beðnir um að senda tölvupóst til melrakki[@]melrakki.is

Jönusjóður

Tileinkaður Kristjönu Samúelsdóttur sem færði Melrakkasetri Íslands myndarlegan fjárstyrk í júlí 2010.

Inn á þennan reikning safnast frjáls framlög og styrkir frá þeim sem vilja leggja okkur lið eins og Kristjana gerði svo myndarlega. Okkur er heiður að fá að nefna sjóðinn Jönusjóð og fyrir það fé sem hér safnast verður fjárfest í munum í Melrakkasetrið sem Jönu þótti svo mikið til um.

Fyrir þá sem vilja leggja okkur lið er reikningsnúmerið: 154 - 15 - 250394

Kennitala Melrakkasetursins er 660907-1060

Með bestu þökkum

f. h. Melrakkaseturs Íslands

Ester Rut Unnsteinsdóttir