03.07.2015 - 13:35

Maķ į Melrakkaseriš

Sumarið er heldur betur byrjað hjá okkur í Melrakkasetrinu. Í maí var ferðamannastraumurinn meiri en í fyrra svo sumarið lofar góðu. Breytingar hafa verið gerðar á sýningunni hjá okkur, hluti af henni var færður á efri hæðina svo núna er meira pláss og fer betur um stóra hópa sem koma til okkar. Í tilefni af 5 ára afmæli Melrakkasetursins var haldin afmælisveisla með köku, kaffi og öðrum ljúffengum veitingum. Hér var mikið fjör enda um 200 manns sem komu að fagna með okkur. Candyflossvélin sló að sjálfsögðu í gegn og mikil spenna ríkti í minigolfi og dorgveiðikeppni. Dagurinn endaði á frumsýningu heimildarmyndarinnar „Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson þar sem hann fylgir refafjölskyldu í friðalandi Hornstranda. Myndin verður hluti af sýningunni hjá okkur og til sölu á DVD disk. Í dag heldur fyrsta rannsóknarteymið til Hornstranda til þess að fylgjast með refunum þar og spennandi verður að heyra fréttir af refunum í friðlandinu. Okkur hlakkar mikið til þess sem eftir er af sumrinu og hlökkum til að sjá ykkur.
11.05.2015 - 21:49

Ašalfundur Melrakkaseturs Ķslands ehf.


 

Aðalfundarboð

 

 

 

Kæri hluthafi

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn föstudaginn

29. maí 2015 klukkan 17:00  í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

  1. Setning aðalfundarins
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 til umræðu og afgreiðslu
  5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
  6. Kosning fimm manna stjórnar
  7. Kosning eins varamanns í stjórn
  8. Kosning löggilts endurskoðanda
  9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
  10. Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

Stjórnin leggur fram breytingatillögur á samþykktum félagsins og verða þær teknar til umræðu og atkvæða á aðalfundinum. Tillögurnar er hægt að nálgast á Melrakkasetrinu, með tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma .

 

Í 21. grein samþykkta félagsins segir:

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum, sbr. 68. gr ehfl.  Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund, og skal þeirra getið í fundarboði.

 

 

 

 

                                                                                               Súðavík  11. maí 2015

                                                                                               Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.

Sķša 1
Vefumsjón