28.01.2020 - 16:00

Af Hornstrandarefum

Mynd: Emma Hodson
Mynd: Emma Hodson
Viðkoma refa á Hornströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður.  Þetta endurspeglar mögulega slæma afkomu bjargfugla ásamt fleiru, eins og kemur fram í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun refa á Hornströndum árið 2019.

Helstu niðurstöður eru þær að í mars sáust færri dýr en hafa sést þar á þessum árstíma í fyrri ferðum, að árinu 2014 undanskildu. Í júní og júlí kom í ljós að yrðlingar voru aðeins á 25–30 % grenja sem að jafnaði eru talin. Einungis þrjú pör voru með yrðlinga á greni í austanverðri Hornvík, í stað 5–7 para eins og oft hefur verið. Fæðan sem borin var heim á hin tvö grenin var aðallega ritur en ekki fýlar eins og algengt var áður. Hvorki sáust fýlshræ á grenjum né ummerki um að þau væru borin heim. Í vesturhluta Hornvíkur, Rekavík bak Höfn og Hvannadal voru tvö greni í ábúð, en á þessu svæði eru þrjú óðul að öllu jöfnu. Í Hælavík var einungis eitt greni staðfest í ábúð, í stað 3–4 að jafnaði. Stærsta og auðugasta óðalið í Hælavíkurbjargi bar engin merki um ábúð og er það í fyrsta skipti í a.m.k. 21 ár sem svo er.

Ljóst er að afkoma bjargfugla hefur áhrif á refi í Hornvík og ef fuglunum fækkar getur það skýrt fækkun og stækkun refaóðala sem virðist hafa átt sér stað bæði í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi. Einnig getur aukinn fjöldi ferðamanna og viðvera fólks við greni haft verulega neikvæð áhrif á afkomu yrðlinga að sumarlagi.

Nánari upplýsingar er að finna í skýrslunni Refir á Hornströndum: áfangaskýrsla um vöktun árið 201922.10.2019 - 14:11

N stjrn tekin til starfa

Laugardaginn 19.10 síðastliðinn var aðalfundur Melrakkasetur Íslands fyrir árið 2018 haldinn á setrinu í Eyrardal.

Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins og inn í stjórnina komu þær Anna Lind og Elín Birna sem aðalmenn ásamt Braga Þór sem kom inn sem varamaður.  Úr stjórn gengu þau Elsa Borgarsdóttir og Steinn Ingi Kjartansson sem aðalmenn og Pétur Markan sem varamaður.  

Viljum við koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem þau hafa ynnt af hendi.

Fyrir hönd Melrakkaseturs Íslands,

Sæmundur Ámundason
Framkvæmdastjóri
Sa 1
Vefumsjn