02.10.2014 - 10:42

Fjalla-EyvindurLeiksýningin Fjalla-Eyvindur


Föstudaginn 3. Október kl 20:00 (húsið opnar kl.19:00)


1500kr miðinn, frír drykkur innifalinn (áfengur/óáfengur)Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.

29.08.2014 - 14:33

Bláberjadagar - Breyttur opnunartími - Ađalfundur


Bláberjadagar

 

Velheppnaðir Bláberjadagar voru haldnir hér í Súðavík um síðustu helgi. Melrakkasetrið tók að venju virkan þátt í Bláberjadögum og var aðsókn mjög góð hjá okkur. Á föstudagskvöldið var boðið upp á fisk af Muurikka pönnu sem Steini kokkur hafði veg og vanda af. Tókst það vel, góð aðsókn var og góður rómur gerður af fiskréttunum. Á laugardeginum var boðið upp á fjórar tegundir af pylsum af Muurikka pönnunni, auk þess sem hin klassíska bláberjakaka var í boði. Svo mikil aðsókn var að færri fengu en vildu. Á laugardeginum var einnig haldin bláberjakökuátkeppni þar sem 18 keppendur tóku þátt og sýndu mikil tilþrif en misjafnlega mikinn hraða í átinu. Brönsinn á sunnudeginum verður æ vinsælli og var engin undantekning á því í ár.

Starfsfólk Melrakkasetursins er mjög ánægt með hvernig til tókst hjá þeim á Báberjadögum og þakkar öllum þeim er komu í heimsókn fyrir komuna.

 

Breyttur opnunartími

 

Nú um mánaðarmótin breytist opnunartími Melrakkasetursins. Opið veru alla daga vikunnar frá klukkan 10:00 til 17:00. Engin breyting verður á þeirri þjónustu sem er í boði á Melrakkasetrinu, þ.e. sýningin verður opin og á kaffihúsinu verður boðið upp á grænmetissúpu í hádeginu og kökur og nýbakaðar vöfflur ásamt rjúkandi kaffi allan daginn.

 

Aðalfundur

 

Aðalfundur Melrakkasetursins verður haldinn fimmtudaginn 4. september í Melrakkasetrinu í Eyrardal og hefst kl. 20:00. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundastörf auk breytinga á samþykktum félagsins og önnur mál.

Síđa 1
Vefumsjón