05.10.2020 - 10:23

Lokum ķ vetur

Mynd: Phil Garcia
Mynd: Phil Garcia
Melrakkasetrið verður lokað í vetur.

Af óviðráðanlegum ástæðum (þið vitið) hefur stjórn Melrakkaseturs ákveðið að loka starfseminni í vetur. 

Við þökkum starfsfólkinu og öllum þeim sem heimsóttu sýninguna í sumar, meðan hægt var að taka á móti gestum.

Vonandi sjáum við fram á bjartari tíma. Þangað til verðum við öll að gæta að eigin heilsu og annarra og fylgja fyrirmælum almannavarna og sóttvarna.

Góðar stundir,

Stjórnin

01.09.2020 - 08:48

Gott įr fyrir refinn į Hornströndum

Yršlingur ķ žoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir
Yršlingur ķ žoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Þann 23 júní var farið í ríflega tveggja vikna vettvangsferð til að kanna ábúð og ástand refa á norðaustur svæði Hornstranda. Leiðangursstjóri var Ester Rut Unnsteinsdóttir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og henni til aðstoðar voru þau Ingvi Stígsson, Birte Technau, Anni Malinen og Lucía Raba Tortosa. Vegna Covid-19 faraldursins komust ekki aðrir sem gert hafði verið ráð fyrir, í ferðina en að jafnaði eru 6 aðstoðarmenn sem sjá um að vakta þrjú greni og skrá atferli refa og ferðamanna. Þessi fjögur eru búsett á Íslandi og gátu því tekið að sér þetta mikilvæga verkefni með litlum fyrirvara.

Farið var á 30 þekkt greni og „útibú“ eða kot út frá nokkrum þeirra í Hælavík, Rekavík bak Höfn, Hornvík og Látravík. Einnig fengust ítarlegar upplýsingar um refi i Hlöðuvík. Alls voru skráðar upplýsingar af 37 grenjum af um 30 þekktum óðulum. Af þeim voru 9 í ábúð og sáust í þeim 40 yrðlingar eða að meðaltali 4,4 á hverju greni, sem er það sama og meðalfjöldi veiddra yrðlinga á greni yfir landið í heild (www.ust.is).

Tvö greni voru vöktuð í 12 tíma í senn í fimm daga og allt atferli manna og dýra skráð og tímasett. Önnur greni voru heimsótt í nokkur skipti í mis-langan tíma eða þar til hægt var að staðfesta fjölda yrðlinga og fullorðinna dýra á greninu. Fylgst var með grenjum úr fjarlægð með notkun sjónauka og í fæstum tilfellum dvalið nærri þeim.


Niðurstöður athugana sýna að refir í Hornvík og nágrenni virðast hafa komið vel undan vetri og er ábúð og tímgun með besta móti, eða 40% í austanverðri Hornvík. Ekki hefur verið eins hátt hlutfall grenja á því svæði frá árinu 2015 en enn hefur stofninn ekki náð sér frá því sem var fyrir hrunið árið 2014. Enn kemur á óvart hversu fá hvít dýr virðast þrífast á svæðinu en afföll hvítra yrðlinga virðast mun hærri en þeirra mórauðu. 

Nánar um þetta á vef Náttúrufræðistofnunar https://www.ni.is/frettir/2020/07/refir-a-hornstrondum-koma-vel-undan-vetri

Sķša 1
Vefumsjón