01.06.2020 - 11:55

Melrakkasetur Ķslands er opiš / The Arctic Fox Centre is open

Melrakkasetur Íslands á Súðavík hefur opnað aftur eftir þetta skrýtna vor sem við höfum öll upplifað en við komum tvíefld til baka.

Starfssemin hefur haldið áfram þrátt fyrir að við höfum ekki haft opið fyrir gesti en núna er tækifærið að fræðast um heimskautarefinn og heilsa uppá hann Móra okkar.

Við höfum einnig enduropnað litla kaffihúsið okkar og munum bjóða uppá kaffi og með því.

Vonumst til að sjá ykkur í sumar

The Arctic Fox Centre in Súðavík has opened for the summer after this strange spring we all went through together.

Our operations has continued even though we couldn´t recieve visitors but now is the perfect time to learn about the Arctic Fox and say hi to our Fox ambassador, Móri.

We have also reopened our small coffee house and will offer coffee and some small cakes.

Hope to see you all this summer.
01.09.2020 - 08:48

Gott įr fyrir refinn į Hornströndum

Yršlingur ķ žoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir
Yršlingur ķ žoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Þann 23 júní var farið í ríflega tveggja vikna vettvangsferð til að kanna ábúð og ástand refa á norðaustur svæði Hornstranda. Leiðangursstjóri var Ester Rut Unnsteinsdóttir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og henni til aðstoðar voru þau Ingvi Stígsson, Birte Technau, Anni Malinen og Lucía Raba Tortosa. Vegna Covid-19 faraldursins komust ekki aðrir sem gert hafði verið ráð fyrir, í ferðina en að jafnaði eru 6 aðstoðarmenn sem sjá um að vakta þrjú greni og skrá atferli refa og ferðamanna. Þessi fjögur eru búsett á Íslandi og gátu því tekið að sér þetta mikilvæga verkefni með litlum fyrirvara.

Farið var á 30 þekkt greni og „útibú“ eða kot út frá nokkrum þeirra í Hælavík, Rekavík bak Höfn, Hornvík og Látravík. Einnig fengust ítarlegar upplýsingar um refi i Hlöðuvík. Alls voru skráðar upplýsingar af 37 grenjum af um 30 þekktum óðulum. Af þeim voru 9 í ábúð og sáust í þeim 40 yrðlingar eða að meðaltali 4,4 á hverju greni, sem er það sama og meðalfjöldi veiddra yrðlinga á greni yfir landið í heild (www.ust.is).

Tvö greni voru vöktuð í 12 tíma í senn í fimm daga og allt atferli manna og dýra skráð og tímasett. Önnur greni voru heimsótt í nokkur skipti í mis-langan tíma eða þar til hægt var að staðfesta fjölda yrðlinga og fullorðinna dýra á greninu. Fylgst var með grenjum úr fjarlægð með notkun sjónauka og í fæstum tilfellum dvalið nærri þeim.


Niðurstöður athugana sýna að refir í Hornvík og nágrenni virðast hafa komið vel undan vetri og er ábúð og tímgun með besta móti, eða 40% í austanverðri Hornvík. Ekki hefur verið eins hátt hlutfall grenja á því svæði frá árinu 2015 en enn hefur stofninn ekki náð sér frá því sem var fyrir hrunið árið 2014. Enn kemur á óvart hversu fá hvít dýr virðast þrífast á svæðinu en afföll hvítra yrðlinga virðast mun hærri en þeirra mórauðu. 

Nánar um þetta á vef Náttúrufræðistofnunar https://www.ni.is/frettir/2020/07/refir-a-hornstrondum-koma-vel-undan-vetri

Sķša 1
Vefumsjón