29.08.2014 - 14:33

Blįberjadagar - Breyttur opnunartķmi - Ašalfundur


Bláberjadagar

 

Velheppnaðir Bláberjadagar voru haldnir hér í Súðavík um síðustu helgi. Melrakkasetrið tók að venju virkan þátt í Bláberjadögum og var aðsókn mjög góð hjá okkur. Á föstudagskvöldið var boðið upp á fisk af Muurikka pönnu sem Steini kokkur hafði veg og vanda af. Tókst það vel, góð aðsókn var og góður rómur gerður af fiskréttunum. Á laugardeginum var boðið upp á fjórar tegundir af pylsum af Muurikka pönnunni, auk þess sem hin klassíska bláberjakaka var í boði. Svo mikil aðsókn var að færri fengu en vildu. Á laugardeginum var einnig haldin bláberjakökuátkeppni þar sem 18 keppendur tóku þátt og sýndu mikil tilþrif en misjafnlega mikinn hraða í átinu. Brönsinn á sunnudeginum verður æ vinsælli og var engin undantekning á því í ár.

Starfsfólk Melrakkasetursins er mjög ánægt með hvernig til tókst hjá þeim á Báberjadögum og þakkar öllum þeim er komu í heimsókn fyrir komuna.

 

Breyttur opnunartími

 

Nú um mánaðarmótin breytist opnunartími Melrakkasetursins. Opið veru alla daga vikunnar frá klukkan 10:00 til 17:00. Engin breyting verður á þeirri þjónustu sem er í boði á Melrakkasetrinu, þ.e. sýningin verður opin og á kaffihúsinu verður boðið upp á grænmetissúpu í hádeginu og kökur og nýbakaðar vöfflur ásamt rjúkandi kaffi allan daginn.

 

Aðalfundur

 

Aðalfundur Melrakkasetursins verður haldinn fimmtudaginn 4. september í Melrakkasetrinu í Eyrardal og hefst kl. 20:00. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundastörf auk breytinga á samþykktum félagsins og önnur mál.

15.08.2014 - 08:20

Ašalfundur Melrakkaseturs Ķslands ehf.


 

Aðalfundarboð

 

 

 

Kæri hluthafi

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn fimmtudaginn

4. september 2014 klukkan 20:00  í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

  1. Setning aðalfundarins
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 til umræðu og afgreiðslu
  5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
  6. Kosning fimm manna stjórnar
  7. Kosning eins varamanns í stjórn
  8. Kosning löggilts endurskoðanda
  9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
  10. Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

Stjórnin leggur fram breytingatillögur á samþykktum félagsins og verða þær teknar til umræðu og atkvæða á aðalfundinum. Tillögurnar er hægt að nálgast á Melrakkasetrinu, með tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma 456 4922.

 

Í 21. grein samþykkta félagsins segir:

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum, sbr. 68. gr ehfl.  Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund, og skal þeirra getið í fundarboði.

 

 

 

 

                                                                                               Súðavík  6. ágúst 2014

                                                                                               Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.

Sķša 1
Vefumsjón