01.03.2010 - 12:04

Vefmyndasafn melrakka

Mynd af íslenskum melrakka eftir Olger Kooring
Mynd af íslenskum melrakka eftir Olger Kooring
Melrakkasetrið hefur ásett sér að safna stærsta vefmyndasafni sem til er með ljósmyndum af melrökkum, helst sem flestum frá Íslandi. 
Myndasafnið er samansafn mynda sem safnast með frjálsum framlögum myndeigenda, einnig myndum sem við höfum sjálf tekið í starfi okkar við rannsóknir og vöktun á íslenskum refum. 
Allir sem vilja leggja þessu verkefni lið geta sent myndir sínar með tölvupósti til melrakki@melrakki.is

Hægt er að skoða myndirnar á www.melrakki.is/myndasafn
 
Vefumsjón