07.07.2016 - 11:48

Sýning

Eyrardalur í Súđavík. Mynd: Ágúst Atlason
Eyrardalur í Súđavík. Mynd: Ágúst Atlason
Eitt af meginmarkmiðum með stofnun Melrakkaseturs Íslands var að setja upp sýningu um melrakkann og allt sem honum viðkemur í fortíð og nútíð, líffræði hans og þróunarsögu. Ennfremur að segja sögu refaveiða og refaræktar en líklegast eru refaveiðar ein elsta launaða starfsgrein íslendinga.
Sýningin er til húsa í gamla Eyrardalsbænum í Súðavík, sem hefur verið gert upp og er hið glæsilegasta. Í húsinu er safn minja og muna um refaveiðar, lifandi myndefni, uppstoppuð dýr og áhugaverðir hlutir sem hægt er að skoða með hjálp tækninnar og hefðbundinna tækja... sjón er sögu ríkari.
Jafnframt verður lítið kaffihús og handverkssala og náttúrubíó á loftinu sem einnig gegnir ýmsum öðrum hlutverkum og hýsir viðburði.
Stjórn og bakland Melrakkaseturs hjálpuðust að við að setja upp sýninguna. Hönnuðir efnis og veggspjalda voru Ester Rut Unnsteinsdóttir (líffræði) og Auður Alfífa Ketilsdóttir (veiðisaga og veiðimenn).  
Vefumsjón