01.03.2010 - 12:04

Leikrit um melrakka

Ljósmynd: Ágúst Atlason
Ljósmynd: Ágúst Atlason
Halla Margrét Jóhannesdóttir var leikstjóri leikverksins Gaggað í grjótinu sem sýnt var í Melrakkasetri Íslands í Eyrardal sumarið 2011. Hún ritaði jafnframt handritið ásamt Kómedíuleikaranum Elfari Loga Hannessyni en það er Kómedíuleikhúsið sem stendur að verkinu. Hér er um að ræða einleik um refaveiðimann, grenjaskyttu sem veltir fyrir sér lífi rebba meðan hann bíður færis við greni.
Kómedíuleikhúsið hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða, í úthlutun á Reykhólum þann 4. desember, til að mæta kostnaði við verkið. Ekki hefur verið sett á svið leikrit um tófuna áður, svo vitað sé.
Vefumsjón