01.03.2010 - 11:58

Hiđ Villta Norđur - The wild North

Melrakkasetrið er þátttakandi í norrænu samstarfsverkefni sem kallað er The Wild Nortð, eða Hið Villta Norður.
Helstu markmið þátttakenda Wild North verkefnisins eru að leggja sitt af mörkum við uppbygginu sjálfbærrar, náttúrulífsferðaþjónustu (wildlife tourism) á Norðurslóðum, og treysta með því undirstöður greinarinnar, afkomu þeirra sem í henni vinna og notkun auðlindarinnar til langs tíma.
Þátttakendur verkefnisins eru ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ferðamennsku tengdri villtum dýrum, opinberir aðilar og ýmsar rannsóknastofnanir. Wild North er alþjóðlegt samstarfsverkefni með samstarfsaðila á Íslandi, í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Ráðgjafi verkefnisins er Deborah Benham frá Dolphin Space Programme í Skotlandi.
Melrakkasetrið er leiðtogi Vestfjarðarklasa verkefnisins, meðþátttakendur eru Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum, Vesturferðir og Borea Adventures.

Vefumsjón