01.03.2010 - 12:03

Áhrif ferðamanna á refi

Ljósmynd: Sandra Lai
Ljósmynd: Sandra Lai
Markmið rannsóknarinn er að kanna áhrif ferðamanna á atferli refa við greni í friðlandinu á Hornströndum.
Fylgst er með ferðum refahjóna til og frá greni, hvert þeir fara, á hvaða tímum og komur þeirra með fæðu heim á grenið. Sérstök áhersla er lögð á viðbrögð refanna við komu ferðamanna og áhrifum þess á viðverutíma við grenið, tíðni fæðuöflunar og ferða, hvíld og varnaratferli. Fæðan sem refirnir bera heim á greni er skráð niður og athugað hvort og þá hve mikill hluti fæðu er fenginn frá ferðamönnum.
Vefumsjón