24.12.2011 - 01:04

Jana Sam fallin frá

Jana var alveg frábćr manneskja og gladdi alla í kringum sig. Mynd: Guđrún Friđriksdóttir
Jana var alveg frábćr manneskja og gladdi alla í kringum sig. Mynd: Guđrún Friđriksdóttir
Kristjana Guðný Samúelsdóttir, hún Jana okkar Sam, helsti hollvinur Melrakkasetursins, fæddist í Meiri-Hattardal í Álftafirði 12. maí 1918. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 13. nóvember 2011.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni ánafnaði Jana setrinu dágóðri upphæð sumarið 2010, eftir að hafa komið í heimsókn og heillast að því hvað húsið var orðið fallegt og hvað verkefnið sem það hýsir, Melrakkasetrið, var sniðugt að hennar mati.

Eftir andlát Jönu Sam hefur Melrakkasetrinu borist fjárstuðningur inn á Jönusjóðinn - til minningar um hana. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og viss um að Jana er ánægð með að aðrir skyldu halda áfram að styðja við það sem henni þótti mikilvægt.

Ef stuðningsaðilar vilja setja nafn sitt hér hjá Jönu, þá er hægt að setja nafn sitt í "Athugasemdir" hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst til melrakki@melrakki.is

Með kærum þökkum, fyrir hönd Melrakkaseturs Íslands

Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður
sími: 862 8219
Vefumsjón