11.09.2017 - 10:00

Ašalfundur og afmęli

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf, fyrir starfsárið 2016, verður haldinn í Eyrardalsbænum laugardaginn 16. september 2017 kl. 14.00.

Dagskrá fundarins skv. 11. gr samþykkta félagsins:
1. Setning aðalfundarins
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
4. Lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2015 til umræðu og afgreiðslu
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins)
6. Kosning fimm manna stjórnar
7. Kosning eins varamanns í stjórn
8. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga + 1 varamanns
9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
10. Önnur mál sem eru löglega upp borin

Að loknum aðalfundastörfum verður boðið upp á kaffi, konfekt og skemmtilegheit í tilefni af 10 ára stofnafmæli Melrakkasetursins.

Verið velkomin.

07.07.2017 - 10:58

Vettvangsferš ķ Hornvķk

Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
« 1 af 4 »
Farið var á öll þekkt greni í Hornbjargi og við Hornvíkurósinn og athugað með ábúð í þeim, alls voru sjö þeirra mjög líklega í ábúð en staðfest voru sex greni með yrðlinga. Einnig var nokkuð af hlaupadýrum, m.a. við húsin að Horni. Fjaran var mikið notuð, bæði af hlaupadýrum og grendýrum. Mikið líf í víkinni og eggjaskurn algeng sjón á bjargbrún – sem bendir til þess að varp hafi verið með betra móti í bjarginu. Agnarlítill yrðlingur, sem ferðafólk hafði fundið við húsin og afhent hópnum okkar, drapst innan sólarhrings, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda á honum hita og reyna að koma í hann fæðu. Aðrir yrðlingar sem sáust virtust nokkuð sprækir og vel haldnir enda nóg af fæðu....
Meira
Vefumsjón