04.04.2018 - 16:57

Guđjón Arnar Kristjánsson - minning

Á opnunarhátíđ Melrakkaseturs Íslands, 12. júní 2010. Mynd: Ţórđur Sigurđsson
Á opnunarhátíđ Melrakkaseturs Íslands, 12. júní 2010. Mynd: Ţórđur Sigurđsson
« 1 af 3 »

Látinn er Guðjón Arnar Kristjánsson, stofnfélagi og bakhjarl Melrakkasetursins. Guðjón Arnar eða Addi Kitta Gau, eins og hann var gjarnan kallaður, átti stóran þátt í þeirri vegferð sem farið var í við endurbyggingu gamla Eyrardalsbæjarins og seinna stofnun Melrakkaseturs Íslands, sem hann tók virkan þátt í með kaupum á hlutafé í félaginu.


Gamli Eyrardalsbærinn var yfirgefinn af síðustu ábúendum árið 1968 en þau Kjartan og Inga fluttu sig yfir í nýtt hús sem stóð aðeins nokkrum metrum neðar. Ómar Már Jónsson, þáverandi sveitastjóri Súðavíkurhrepps, hélt eftirminnilega ræðu við opnun Melrakkasetursins í júní 2010. Þar sagði Ómar m.a.:

Margir íbúar voru á því að rífa ætti húsið áður en slys yrðu [...] Það var síðan um sumarið 2004 sem nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis ásamt fríðu föruneyti vísiteruðu um Vestfirði og sóttu okkur heim. Sveitarstjórn hafði undirbúið komu þeirra, tekið saman atriðaskrá yfir þau verkefni sem óskað yrði eftir fjármagni til og var farið með nefndina upp að Eyrardalsbænum. Ekki þótti ráðlegt að fara inn í húsið vegna slysahættu og stóðu menn því ofan til við það og virtu það fyrir sér í öruggri fjarlægð. Húsið var illa leikið en á eins sannfærandi hátt og hægt var, var þess óskað að nefndin mundi nú samþykkja fjárveitingu til hússins á fjárlagaárinu 2005. [...] Af svip nefndarmanna að dæma sem horfðu á húsið, sem virtist hanga saman af gömlum vana, var ekki að sjá að ferðin yrði til fjár. Það var ekki fyrr en Guðjón Arnar Kristjánsson, betur þekktur sem Addi Kitta Gau gekk út úr hópnum, smeygði sér lipurmannlega inn um op á húsinu og hvarf sjónum okkar um stund. Heyrðust þar næst tvö þung högg eins og hoppað væri á gólfi hússins. Eftir smá stund birtist Addi aftur og sagði hátt og snjallt, að þar sem gólfið þyldi hann, þá væri sko nóg eftir af þessu húsi til að byggja upp aftur. Þá um haustið samþykkti fjárlaganefnd Alþings síðan í samvinnu við húsafriðunarnefnd kr. 4. millj. styrk til endurbyggingar á Eyrardalsbænum á fjárlagaárinu 2005. Eftir það var ekki aftur snúið.“


Þegar Melrakkasetrið var formlega opnað í júní 2010, voru fengnir tveir veglegir fulltrúar til að klippa á borðann, annar þeirra var Guðjón Arnar en hinn var Kjartan Geir Karlsson eldri, annáluð grenjaskytta Súðavíkurhrepps í þriðja ættlið. Kjartan Geir lést á síðasta ári.

Guðjón Arnar fylgdist ávallt vel með starfseminni og mætti á aðalfundi og helstu viðburði. Hann óskaði eftir því að fá ársskýrslur og kom reglulega með athugasemdir eða klapp á bakið, eftir því sem við átti. Ekki er svo ýkja langt síðan síðast var til hans leitað og fengin hjá honum góð ráð. Honum þótti ekki slæmt að fá nýbakaða vöfflu með rebbabarasultu og rjóma þegar hann kom í setrið. Það var alltaf gaman að heimsóknum hans og við mátum stuðning hans og ráðleggingar mikils.

Hans verður sárt saknað af okkur melrökkunum og öðrum samferðarmönnum.

Vottum við ástvinum hans okkar innilegustu samúð.

F.h. stjórnar, fyrr og nú
Ester Rut Unnsteinsdóttir

 

07.03.2018 - 10:52

Viltu vera međ?? leitum eftir sumarstarf fyrir 2018

Opið er fyrir umsóknir til 23. mars 2018.

Við á Melrakkasetrinu erum að leita að starfskrafti í sumar. Um er að ræða skemmtilegt starf, með skemmtilegu fólki á skemmtilegum stað í Súðavík.
Starfið felur í sér:
Taka vel á móti og þjóna gestum
Baka og elda frá grunni í kaffihúsinu okkar
Leiðbeina gestum um safnið og sýna þeim refina
Gefa ferðamönnum upplýsingar um svæðið
Almenn verk á setrinu eins og þrif, viðhald og önnur verkefni.
Brosa, hlæja og hafa gaman með okkur hinum

Við erum að leita að skemmtilegum og glaðlyndum einstaklingum með mikla þjónustulund sem finnst gaman að vinna með fólki og eru með jákvætt viðhorf.
Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri, hafa góð tök á tveimur af eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku eða þýsku. Ekki er verra að hafa reynslu af svipuðu starfi og reynsla á sviði líffræði/vistfræði verður tekin til greina.

Við erum að leita eftir einstaklingum sem geta byrjað að vinna hjá okkur um miðjan maí eða í byrjun júní og geta unnið þar til seint í ágúst eða september. Vaktirnar í júní-ágúst eru 10-12 tímar og skipulagið á þeim er 2, 2, 3. Þá er unnið í 2 daga, frí í 2, daga, unnið í 3, daga frí í 2, unnið í 2 daga, frí í 3 daga o.s.frv.

Við getum hjálpað til með tímabundið húsnæði í þorpinu yfir sumarið ef þarf.

Umsóknir sendist á fox@arcticfoxcenter.is fyrir 23.mars 2018. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Midge (456-4922) eða senda tölvupóst á melrakki@melrakki.is.

Vefumsjón