01.06.2020 - 11:55

Melrakkasetur slands er opi / The Arctic Fox Centre is open

Melrakkasetur Íslands á Súðavík hefur opnað aftur eftir þetta skrýtna vor sem við höfum öll upplifað en við komum tvíefld til baka.

Starfssemin hefur haldið áfram þrátt fyrir að við höfum ekki haft opið fyrir gesti en núna er tækifærið að fræðast um heimskautarefinn og heilsa uppá hann Móra okkar.

Við höfum einnig enduropnað litla kaffihúsið okkar og munum bjóða uppá kaffi og með því.

Vonumst til að sjá ykkur í sumar

The Arctic Fox Centre in Súðavík has opened for the summer after this strange spring we all went through together.

Our operations has continued even though we couldn´t recieve visitors but now is the perfect time to learn about the Arctic Fox and say hi to our Fox ambassador, Móri.

We have also reopened our small coffee house and will offer coffee and some small cakes.

Hope to see you all this summer.
28.01.2020 - 16:00

Af Hornstrandarefum

Mynd: Emma Hodson
Mynd: Emma Hodson
Viðkoma refa á Hornströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður.  Þetta endurspeglar mögulega slæma afkomu bjargfugla ásamt fleiru, eins og kemur fram í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun refa á Hornströndum árið 2019.

Helstu niðurstöður eru þær að í mars sáust færri dýr en hafa sést þar á þessum árstíma í fyrri ferðum, að árinu 2014 undanskildu. Í júní og júlí kom í ljós að yrðlingar voru aðeins á 25–30 % grenja sem að jafnaði eru talin. Einungis þrjú pör voru með yrðlinga á greni í austanverðri Hornvík, í stað 5–7 para eins og oft hefur verið. Fæðan sem borin var heim á hin tvö grenin var aðallega ritur en ekki fýlar eins og algengt var áður. Hvorki sáust fýlshræ á grenjum né ummerki um að þau væru borin heim. Í vesturhluta Hornvíkur, Rekavík bak Höfn og Hvannadal voru tvö greni í ábúð, en á þessu svæði eru þrjú óðul að öllu jöfnu. Í Hælavík var einungis eitt greni staðfest í ábúð, í stað 3–4 að jafnaði. Stærsta og auðugasta óðalið í Hælavíkurbjargi bar engin merki um ábúð og er það í fyrsta skipti í a.m.k. 21 ár sem svo er.

Ljóst er að afkoma bjargfugla hefur áhrif á refi í Hornvík og ef fuglunum fækkar getur það skýrt fækkun og stækkun refaóðala sem virðist hafa átt sér stað bæði í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi. Einnig getur aukinn fjöldi ferðamanna og viðvera fólks við greni haft verulega neikvæð áhrif á afkomu yrðlinga að sumarlagi.

Nánari upplýsingar er að finna í skýrslunni Refir á Hornströndum: áfangaskýrsla um vöktun árið 2019Vefumsjn