01.09.2020 - 08:48

Gott ár fyrir refinn á Hornströndum

Yrđlingur í ţoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir
Yrđlingur í ţoku: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Þann 23 júní var farið í ríflega tveggja vikna vettvangsferð til að kanna ábúð og ástand refa á norðaustur svæði Hornstranda. Leiðangursstjóri var Ester Rut Unnsteinsdóttir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og henni til aðstoðar voru þau Ingvi Stígsson, Birte Technau, Anni Malinen og Lucía Raba Tortosa. Vegna Covid-19 faraldursins komust ekki aðrir sem gert hafði verið ráð fyrir, í ferðina en að jafnaði eru 6 aðstoðarmenn sem sjá um að vakta þrjú greni og skrá atferli refa og ferðamanna. Þessi fjögur eru búsett á Íslandi og gátu því tekið að sér þetta mikilvæga verkefni með litlum fyrirvara.

Farið var á 30 þekkt greni og „útibú“ eða kot út frá nokkrum þeirra í Hælavík, Rekavík bak Höfn, Hornvík og Látravík. Einnig fengust ítarlegar upplýsingar um refi i Hlöðuvík. Alls voru skráðar upplýsingar af 37 grenjum af um 30 þekktum óðulum. Af þeim voru 9 í ábúð og sáust í þeim 40 yrðlingar eða að meðaltali 4,4 á hverju greni, sem er það sama og meðalfjöldi veiddra yrðlinga á greni yfir landið í heild (www.ust.is).

Tvö greni voru vöktuð í 12 tíma í senn í fimm daga og allt atferli manna og dýra skráð og tímasett. Önnur greni voru heimsótt í nokkur skipti í mis-langan tíma eða þar til hægt var að staðfesta fjölda yrðlinga og fullorðinna dýra á greninu. Fylgst var með grenjum úr fjarlægð með notkun sjónauka og í fæstum tilfellum dvalið nærri þeim.


Niðurstöður athugana sýna að refir í Hornvík og nágrenni virðast hafa komið vel undan vetri og er ábúð og tímgun með besta móti, eða 40% í austanverðri Hornvík. Ekki hefur verið eins hátt hlutfall grenja á því svæði frá árinu 2015 en enn hefur stofninn ekki náð sér frá því sem var fyrir hrunið árið 2014. Enn kemur á óvart hversu fá hvít dýr virðast þrífast á svæðinu en afföll hvítra yrðlinga virðast mun hærri en þeirra mórauðu. 

Nánar um þetta á vef Náttúrufræðistofnunar https://www.ni.is/frettir/2020/07/refir-a-hornstrondum-koma-vel-undan-vetri

05.06.2020 - 11:39

Ađalfundur Melrakkaseturs Íslands verđur haldinn Laugardaginn 20. Júní 2020 kl. 17.00

Aðalfundarboð

 

  

Kæri hluthafi

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. fyrir starfsárið 2019

verður haldinn laugardaginn 20. júní 2020

 

klukkan 17:00 í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

  1. Setning aðalfundarins
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 til umræðu og afgreiðslu
  5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
  6. Kosning fimm manna stjórnar
  7. Kosning eins varamanns í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna og varamanna
  10. Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

Súðavík, 4. júní 2020

                                                                                              

f.h. Stjórnar

Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður

 

Vefumsjón