18.06.2008 - 13:21

Myndavl

Keypt var forláta myndavél með aðdráttarlinsu til að nota þegar aðstandendur setursins eru á refaslóðum. Ætlunin er að eignast myndir af refum til að nota á síðunni og til að hafa myndir með framsögn efnis á sýningunni, á veggspjöld og bæklinga.

Myndavélin er af gerðinni Nikon D80 og var hún keypt í Fótóvali í Skipholti. Eigendur fyrirtækisins gáfu góðan afslátt á vélinni og aukahlutum. Við erum þakklát þeim í Fótóvali fyrir þjónustuna og góðviljann - það verða vonandi einhverjar fallegar myndir teknar á vélina sem prýða munu síðuna okkar í framtíðinni.

Myndavélin verður með í för til Hornvíkur þann 19. júní og vonumst við til að hitta einhverjar lágfótur til að mynda..
05.06.2008 - 21:51

Um melrakkann

Samið hefur verið við Hólmfríði Sigþórsdóttur líffræðing um að setja saman texta um melrakka á heimasíðuna. Hólmfríður þekkir refina vel enda dvaldi hún í Hlöðuvík á Hornströndum sumarið 1998 við rannsóknir á refum á vegum Háskóla Íslands.


Til er bókin REFIRNIR Á HORNSTRÖNDUM sem fjallar að hluta til um dvölina í Hlöðuvík. Bókin er skemmtileg aflestrar og prýdd fallegum myndum.


Efnið um melrakkann er að mestu fengið frá Páli Hersteinssyni en hann hefur stundað rannsóknir á tófunni frá áttunda áratug s.l. aldar og eftir hann liggur mikið efni, ýmist í bókum og lærðum greinum. Allt efni sem birt verður á heimasíðu og sýningu Melrakkaseturs Íslands verður yfirfarið af Páli, sem er mikil gæðavottun að mati aðstandenda setursins.


Menningarráð Vestfjarða veitti styrk til verkefnisins.

 

Vefumsjn