04.04.2008 - 17:22

Ljósmyndir

Samið hefur verið við nokkra atvinnuljósmyndara um að fá að nota myndir þeirra, af íslenskum refum, á myndasíðu Melrakkasetursins. Þekktastur íslenskra ljósmyndara er Daníel Bergmann en hann hefur tekið nokkrar af bestu refamyndum sem við höfum séð. Það er fengur fyrir setrið að fá afnot af þessum glæsilegu myndum og erum við afar þakklát fyrir lánið.

04.04.2008 - 17:20

Samkeppni

Auglýst hefur verið eftir tillögum að einkennismerki (logo) Melrakkaseturs Íslands í Fréttablaðinu. Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem dómnefnd (sem stjórn setursins skipar) velur til notkunar. Upphæðin er 50 þúsund krónur en hægt er að senda tillögur að merki fram til 1. maí 2008.

 

Vefumsjón