13.07.2008 - 17:42

Hornvk - nnur fer

Nú hefst önnur lota athugana á refunum í Hornvík og áhrifum ferðamanna á hegðun þeirra. Gert er ráð fyrir að nú sé umferð ferðamanna á svæðinu í hámarki og verður atferli refanna núna borið saman við það hvernig þeir brugðust við mannaferðum í júní síðastliðinn. Þá var fjöldi para svipaður og hefur verið undanfarin sumur en flest dýrin nokkuð vör um sig eins og oft er þegar fyrstu mannaferða verður vart á vorin, sérstaklega grenlæðurnar. Það er næsta víst að einhverjar tófur hafi vingast við ferðamenn sumarsins eins og áður. Við fylgjumst spennt með fyrstu niðurstöðum athugunarinnar og vonumst til að finna marktækan mælikvarða á atferli dýranna, sem hægt verður að bera saman milli tímabila.

04.07.2008 - 09:03

Gar kvejur og myndir

Melrakkasetrinu hafa borist góðar kveðjur frá ýmsu fólki sem hefur skoðað síðuna. Við þökkum góð viðbrögð.

Einnig hafa sumir sent myndir og verður reynt að setja þær inn jafnóðum og þær berast. Mælt er með því að myndirnar séu merktar með nafni myndatökumanns þannig að ekki verði ruglingur. Ómerktu myndirnar sem koma fram á myndasíðunum eru í eigu Melrakkaseturs Íslands og þess sem er skráður fyrir hverju albúmi. Þær má nota ef nafn höfundar kemur fram.

Nýjustu myndirnar eru frá Michel Delay en hann tók þær á Hornströndum í lok júní.

Endilega sendið myndir ef þið eigið, einnig er óskað eftir gömlum myndum af refum og yrðlingum sem aldir voru upp á heimilum en það var algengt á fyrrihluta síðustu aldar. Hægt er að senda bréf og myndir til Melrakkaseturs Íslands, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða í tölvupósti á melrakki@melrakki.is


Vefumsjn