17.12.2008 - 18:09

Re(i)fa(ra)kaup

þessi frétt birtist á mbl.is í gær (sjá mynd) - þess efnis að maður einn í Kína hafi keypt sér hvítan hund af ætluðu pommeran kyni á markaði. Hundurinn reyndist ótemja hin mesta, beit og hlýddi engu auk þess sem hann lyktaði illa þrátt fyrir ítrekuð böð. Eftir að hafa farið með hundinn í dýragarð til greiningar, fékk hann loks að vita að skepnan væri alls enginn hundur heldur afar fágætur heimskautarefur eða melrakki !!
Hvar hinn óprúttni sölumaður fékk dýrið kemur ekki fram en nú hefur lágfótu verið komið fyrir í áðurnefndum dýragarði og verður þar til sýnis gestum og gangandi.

15.12.2008 - 21:05

Wild North

The Wild North (Hið villta norður) er alþjóðlegt samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun náttúrulífsferðamennsku (e. wild life tourism).
Melrakkasetur Íslands varð nýlega þátttakandi í Wild North en
hlutverk og áætlanir setursins falla að öllu leyti undir markmið Wild
North - þ.e. að blanda saman rannsóknum og ferðamennsku með villt
dýralíf að leiðarlósi.
Með sjálfbærri nýtingu þeirrar auðlindar sem felst í að sýna
ferðamönnum villt dýr í náttúrulegu umhverfi, fæst hámarks nýting án
þess að gengið sé á auðlindina. Með þetta markmið í huga ætlar
Melrakkasetur Íslands
að taka fullan þátt í því þróunarstarfi sem þátttaka Wild North felur í
sér....
Meira
Vefumsjn