27.01.2009 - 19:27

Handverk óskast

Verkiđ Mannbítur eftir Kolbrúnu Kjarval
Verkiđ Mannbítur eftir Kolbrúnu Kjarval
Melrakkasetur Íslands hefur hug á að hannað verði sérstakt handverk sem yrði til sölu á sýningunni í Eyrardal en líka í vefverslun sem verður fljótlega sett á laggirnar.

Nú óskum við eftir framlagi frá hönnuðum og handverksfólki víða um landið. Efnistök og afurðir eru í höndum viðkomandi og er aðeins ímyndunaraflið takmarkandi. Eina skilyrðið er tilvísun í melrakkann (íslenska refi), þannig að eitthvað sem minnir á tófuna okkar sé í verkinu.

...
Meira
24.01.2009 - 16:25

Ráđstefna um líffrćđi melrakka

Melrakkasetur Íslands verður með fulltrúa á ráðstefnu um líffræði melrakkans sem haldin verður í Svíþjóð í febrúar. Þar verða staddir helstu sérfræðingar í tófurannsóknum og mikill fengur fyrir okkur að fá að fylgjast með og kynna starfsemi okkar.
Vonast er til að Melrakkasetrið veki áhuga þessa fólks og að eitthvert þeirra sjái sér fært að vinna með okkur á einn eða annan hátt í framtíðinni. Þetta eru þeir aðilar sem hafa einna mest af upplýsingum og myndefni um heimskautarefinn og væri frábært ef Melrakkasetrið nyti góðvildar og samstarfs þeirra. Sagt er frá ráðstefnunni á vef SEFALO sem er sænsk-finnska melrakkaverkefnið....
Meira
Vefumsjón