24.01.2009 - 16:25

Rstefna um lffri melrakka

Melrakkasetur Íslands verður með fulltrúa á ráðstefnu um líffræði melrakkans sem haldin verður í Svíþjóð í febrúar. Þar verða staddir helstu sérfræðingar í tófurannsóknum og mikill fengur fyrir okkur að fá að fylgjast með og kynna starfsemi okkar.
Vonast er til að Melrakkasetrið veki áhuga þessa fólks og að eitthvert þeirra sjái sér fært að vinna með okkur á einn eða annan hátt í framtíðinni. Þetta eru þeir aðilar sem hafa einna mest af upplýsingum og myndefni um heimskautarefinn og væri frábært ef Melrakkasetrið nyti góðvildar og samstarfs þeirra. Sagt er frá ráðstefnunni á vef SEFALO sem er sænsk-finnska melrakkaverkefnið....
Meira
22.01.2009 - 16:31

Frttir fr Noregi

Fr eftirlitsmyndavl verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Fr eftirlitsmyndavl verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Í Noregi er tófustofninn lítill og nýtur strangrar verndunar og stór rannsóknarverkefni hafa staðið yfir í langan tíma. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Noregs (NINA - Norsk Institutt for naturforskning) eru reglulega birtar fréttir af ástandi stofnsins og árangri rannsókna ásamt fleiru. Þar kemur m.a. fram að skráðir hafi verið 13 yrðlingar á nokkrum landsvæðum í Noregi árið 2008 og að í norðurhluta Noregs (Nordland) hafi ástandið verið mjög bagalegt. Margir dauðir yrðlingar fundust við grenin og aðrir í slæmu líkamlegu ástandi....
Meira
Vefumsjn