22.01.2009 - 16:31

Fréttir frá Noregi

Frá eftirlitsmyndavél verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Frá eftirlitsmyndavél verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Í Noregi er tófustofninn lítill og nýtur strangrar verndunar og stór rannsóknarverkefni hafa staðið yfir í langan tíma. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Noregs (NINA - Norsk Institutt for naturforskning) eru reglulega birtar fréttir af ástandi stofnsins og árangri rannsókna ásamt fleiru. Þar kemur m.a. fram að skráðir hafi verið 13 yrðlingar á nokkrum landsvæðum í Noregi árið 2008 og að í norðurhluta Noregs (Nordland) hafi ástandið verið mjög bagalegt. Margir dauðir yrðlingar fundust við grenin og aðrir í slæmu líkamlegu ástandi....
Meira
10.01.2009 - 13:01

Fuglaskođun á Íslandi - wildlife tourism

mórauđur yrđlingur kíkir á ferđamann - Ljósmynd: ERU
mórauđur yrđlingur kíkir á ferđamann - Ljósmynd: ERU
Melrakkasetrið tók á dögunum þátt í málfundi um fuglaskoðun á Íslandi sem haldið var á vegum Útflutningsráðs. Þrátt fyrir að setrið gefi sig ekki út fyrir fuglaskoðun, er málið okkur skylt þar sem margir sem ferðast til að skoða fuglalíf, hafa einnig áhuga á öðru villtu dýralífi.

Fluttir voru áhugaverðir fyrirlestrar og kom fram að um er að ræða yfir þrjár milljónir manna sem eru tilbúnir til að ferðast um langan veg til að sjá fuglategundir sem finnast ekki í þeirra nærumhverfi. Hér eru aðeins taldir þeir sem eru skráðir í fuglaskoðunarfélög í Bretlandi og Bandaríkjunum en talið er að allt að 70 milljónir manna ferðist um heiminn í þesum tilgangi.

...
Meira
Vefumsjón