16.10.2008 - 14:02

Hsi Eyrardal

Svona leit etta t  fyrstu
Svona leit etta t fyrstu
« 1 af 4 »
Það er alveg magnað að sjá húsið sem mun hýsa Melrakkasetrið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því okkur var sýnt það fyrst sumarið 2005.
Magnús Alfreðsson smiður á Ísafirði hefur haldið utan um uppbyggingu og endurgerð hússins og er alveg ljóst að þarna er listasmiður á ferð.
Við fengum leyfi til að birta myndir af síðunni hans: Trésmiður ehf þar sem hann hefur myndir af húsinu frá því byrjað var á endurbyggingunni og til dagsins í dag.
Við hlökkum til að sjá Eyrardalsbæinn fullkláraðan og vonumst til að það verði sem allra allra fyrst.
Takið eftir fallegu hleðslunni undir húsinu - þetta handbragð er ekki á allra færi enda eitt af sérsviðum Magnúsar smiðs.
29.09.2008 - 10:28

Fyrsta eintaki

Tvr kynslir a leik - bi drin eru af hvta afbriginu. Mynd: Jhann li Hilmarsson
Tvr kynslir a leik - bi drin eru af hvta afbriginu. Mynd: Jhann li Hilmarsson
Melrakkasetri Íslands barst á dögunum hræ af myndarlegum, sumargömlum karlref sem hafði lent fyrir bíl í Þingeyjarsýslunum. Dýrið er af hvíta afbrigðinu og gefur góða mynd af millistiginu milli sumar og vetrarbúnings því hvíti vetrarfeldurinn er farinn að myndast á búknum.
Þar sem um afar gott eintak var að ræða var ákveðið að halda hræinu til uppstoppunar fyrir sýninguna sem verður í Eyrardalsbænum og opnuð þarnæsta vor. Má því segja að hér sé kominn fyrsti sýningargripurinn sem á safninu verður, sem er í eigu Melrakkasetursins. Gefandi er S. Hlynur Snæbjörnsson frá Reykjadal og eru honum hér með færðar þakkir fyrir fenginn.

Vefumsjn