29.01.2009 - 14:09

Refurinn og barni

Á alþjóðlegri kvikmyndahátíð (RIFF) sem nú fer fram í Reykjavík er sýnd frönsk kvikmynd sem heitir Refurinn og barnið. Þó ekki sé um melrakka (Vulpes lagopus) að ræða heldur rauðref (Vulpes vulpes) þá mælum við með myndinni fyrir alla. Myndin fjallar um sérstakt samband ungrar stúlku og villts rauðrefs og er ágætis tilbreyting frá amstri hversdagsins.
Meira um myndina hér og á vef kvikmyndahátíðarinnar hér
27.01.2009 - 19:27

Handverk skast

Verki Mannbtur eftir Kolbrnu Kjarval
Verki Mannbtur eftir Kolbrnu Kjarval
Melrakkasetur Íslands hefur hug á að hannað verði sérstakt handverk sem yrði til sölu á sýningunni í Eyrardal en líka í vefverslun sem verður fljótlega sett á laggirnar.

Nú óskum við eftir framlagi frá hönnuðum og handverksfólki víða um landið. Efnistök og afurðir eru í höndum viðkomandi og er aðeins ímyndunaraflið takmarkandi. Eina skilyrðið er tilvísun í melrakkann (íslenska refi), þannig að eitthvað sem minnir á tófuna okkar sé í verkinu.

...
Meira
Vefumsjn