10.01.2009 - 13:01

Fuglaskošun į Ķslandi - wildlife tourism

móraušur yršlingur kķkir į feršamann - Ljósmynd: ERU
móraušur yršlingur kķkir į feršamann - Ljósmynd: ERU
Melrakkasetrið tók á dögunum þátt í málfundi um fuglaskoðun á Íslandi sem haldið var á vegum Útflutningsráðs. Þrátt fyrir að setrið gefi sig ekki út fyrir fuglaskoðun, er málið okkur skylt þar sem margir sem ferðast til að skoða fuglalíf, hafa einnig áhuga á öðru villtu dýralífi.

Fluttir voru áhugaverðir fyrirlestrar og kom fram að um er að ræða yfir þrjár milljónir manna sem eru tilbúnir til að ferðast um langan veg til að sjá fuglategundir sem finnast ekki í þeirra nærumhverfi. Hér eru aðeins taldir þeir sem eru skráðir í fuglaskoðunarfélög í Bretlandi og Bandaríkjunum en talið er að allt að 70 milljónir manna ferðist um heiminn í þesum tilgangi.

...
Meira
17.12.2008 - 18:09

Re(i)fa(ra)kaup

þessi frétt birtist á mbl.is í gær (sjá mynd) - þess efnis að maður einn í Kína hafi keypt sér hvítan hund af ætluðu pommeran kyni á markaði. Hundurinn reyndist ótemja hin mesta, beit og hlýddi engu auk þess sem hann lyktaði illa þrátt fyrir ítrekuð böð. Eftir að hafa farið með hundinn í dýragarð til greiningar, fékk hann loks að vita að skepnan væri alls enginn hundur heldur afar fágætur heimskautarefur eða melrakki !!
Hvar hinn óprúttni sölumaður fékk dýrið kemur ekki fram en nú hefur lágfótu verið komið fyrir í áðurnefndum dýragarði og verður þar til sýnis gestum og gangandi.

Vefumsjón