10.06.2015 - 16:04

Afmli!! 5. ra afmli Melrakkasetursins

Laugardagur 13. Júní 13:00-16:00

Byrjaðu sumarið með því að halda með okkur upp á fimm ára afmæli Melrakkasetursins!

Hér verður fjölskylduskemmtun heilan eftirmiðdag. Við verðum með frítt inn á Setrið, auk þess að hafa frítt kaffi, köku, MIX og kandíflos. Einnig verður dorgveiðikeppni fyrir börnin, andlitsmálun, mínigolf, leikir og margt fleira. Dagurinn endar svo á forsýningu heimildarmyndarinnar ,,Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson, sem fylgir refafjölskyldu á náttúruverndarsvæðinu á Hornströndum.

 

Dagskrá:

13:00 – 16:00 Afmælið byrjar! Frítt inn á Setrið og sýningar þess. Kaffi, kaka og gos fyrir alla. Kandíflos, andlitsmálun og leikir.

14:15 – 14:45 Dorgveiðikeppni við höfnina. Verðlaun fyrir stærsta, minnsta og flesta fiska sem eru veiddir (öll börn undir 10 ára aldri verða að vera í fylgd fullorðinna.)

15:30 – 16:00 Heimildarmyndin ,,Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson sýnd upp á háalofti.

 

Okkur hlakkar til að sjá þig!

 

11.05.2015 - 21:49

Aalfundur Melrakkaseturs slands ehf.


 

Aðalfundarboð

 

 

 

Kæri hluthafi

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn föstudaginn

29. maí 2015 klukkan 17:00  í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

  1. Setning aðalfundarins
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 til umræðu og afgreiðslu
  5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
  6. Kosning fimm manna stjórnar
  7. Kosning eins varamanns í stjórn
  8. Kosning löggilts endurskoðanda
  9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
  10. Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

Stjórnin leggur fram breytingatillögur á samþykktum félagsins og verða þær teknar til umræðu og atkvæða á aðalfundinum. Tillögurnar er hægt að nálgast á Melrakkasetrinu, með tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma .

 

Í 21. grein samþykkta félagsins segir:

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum, sbr. 68. gr ehfl.  Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund, og skal þeirra getið í fundarboði.

 

 

 

 

                                                                                               Súðavík  11. maí 2015

                                                                                               Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.

Vefumsjn