20.08.2009 - 12:38

Tobias enn vi strf Hornvk

Tobias  lei til Hornvkur  jn 2009
Tobias lei til Hornvkur jn 2009
« 1 af 3 »
Þýski kvikmyndatökumaðurinn, Tobias Mennle, hefur staðið vaktina í Hornvík í sumar, við tökur á heimildarmynd um íslenska náttúru með melrakkann í aðalhlutverki.
Má segja að veðrið hafi ekki verið upp á það besta undanfarið en við höfðum fregnir af því að ekkert amaði að Tobiasi þrátt fyrir talsverðan vind og slagviðrisúrkomu.
Við óskum Tobiasi alls hins besta og vonum að honum takist, þrátt fyrir allt, að ná á filmu helstu atburðum í lífi melrakka að haustlagi.
17.08.2009 - 09:18

Hornvk gst - sasta vikan

Spk tfa spjallar vi feramann  Hornvk  jl
Spk tfa spjallar vi feramann Hornvk jl
Síðasta vikan í rannsókninni „Áhrif ferðamanna á refi" fór fram í Hornvík nú í ágúst. Er þá lokið öðru sumrinu í rannsókninni sem áætlað var að tæki 3 ár en í fyrra var undirbúningsrannsókn til að finna leiðir til að meta áhrifin.

Greinilegur munur var á atferli dýranna í júní, júlí og ágúst en nú eru yrðlingarnir orðnir nokkuð stálpaðir og ekki eins háðir foreldrum sínum eins og áður. Erfiðara er að staðsetja dýrin þar sem þau halda sig á ólíklegustu stöðum innan óðals foreldranna. Yrðlingarnir eru varir um sig en foreldrarnir haga sér svipað og áður þó þau komi minna að greninu sjálfu.

...
Meira
Vefumsjn