15.09.2009 - 12:25

Myndskei fr Frakklandi

Marie-Hlne og Philippe a strfum  Hornvk sl. sumar
Marie-Hlne og Philippe a strfum Hornvk sl. sumar
Marie-Héléne hjá Ecomedia film í Frakklandi sendi okkur vefslóð með stuttu myndskeiði úr mynd sinni um heimskautarefinn sem sýnd verður í franska sjónvarpinu á næsta ári.

Þetta stutta myndskeið var tekið í Hornvík sl. sumar en þarð var Philippe Garguil hjá Pygargue Productions sem kvikmyndaði. Reyndar er hluti myndarinnar tekinn á Reykjanesi (sílamáfar) og í Vigur (lundar).

Þau halda næst til Kanada og Norður Noregs í vetur og kvikmynda refina þar. Myndin er tekin á 16/9 formati (wide screen) en á vefsíðunni er myndskeiðið sýnt á 4/3 formati (square screen) og þess vegna eru öll hlutföll einkennileg. Þetta verður auðvitað á réttu formati í myndinni sjálfri þegar þar að kemur.

Við hlökkum til að sjá myndina í heild sinni og óskum Marie-Héléne og starfsliði hennar alls hins besta á norðurslóðum.
Hægt er að sjá myndskeiðið HÉR
-bara klikka á titilinn "the arctic fox heating up"

07.09.2009 - 09:41

Myndir og kvennaing

Mrauur yrlingur. Mynd ERU
Mrauur yrlingur. Mynd ERU
« 1 af 3 »
Við höfum fengið fyrstu viðbrögð við óskum um myndir af refum sem þið hafið hitt í sumar. Það er hann Jim Lamont frá Ottawa í Kanada sem sendi myndir af yrðlingum sem hann hitti í Hornvík í sumar. Glæsilegar myndir en okkur langar líka í myndir frá "venjulegu fólki" sem hitti rebba á ferðum sínum, helst ef skemmtileg ferðasaga gæti fylgt með.

Á laugardaginn síðasta var Melrakkasetrinu boðið á kvennaþing í Heydal síðastliðinn laugardg. Þar voru samankomnar eitthvað á fimmta tug kvenna úr kvenfélögum af öllum Vestfjörðum. Ester fór á staðinn og sagði þeim frá ævintýrinu um Melrakkasetrið, lífshætti refanna og fleira fróðlegt.
Margar þessara kvenna eru nátengdar refum og refaveiðimönnum, bæði úr fortíðinni og í nútíð og gátu sagt frá ýmsu skemmtilegu sem gaman væri að eiga í frásagnasafninu okkar á Melrakkasetrinu.
Við erum afar ánægð með að fá að hitta þessar frábæru kvenfélagskonur sem láta hvergi deigan síga í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Það er magnað að finna kraftinn og samtakamáttinn þegar svona margar öflugar konur koma saman. Víst er að íslenskt þjóðfélag nýtur góðs af starfi þessara kvenna sem vinna sitt öfluga starf að mestu bak við tjöldin og er þeim líklega sjaldan þakkað nógsamlega fyrir.
Vefumsjn