01.10.2009 - 10:37

Opi hs laugardag !

Melrakkasetur Íslands býður öllum íbúum Súðavíkurhrepps og öðrum áhugamönnum um setrið á opið hús í Eyrardalsbænum næstkomandi laugardag. Kynntar verða hugmyndir að nýtingu hússins, væntanlegri sýningu og starfseminni sem þar mun fara fram.

Stuttri kynningu á starfsemi og áætlunum setursins auk myndasýningu verður varpað á vegginn af skjávarpa.

Allir áhugasamir eru velkomnir, kynningin hefst kl 14.00 og tekur um hálfa klukkustund.
Rétt er að benda á að húsið er ennþá á byggingarstigi og fólk beðið um að taka tillit til þess og fara varlega innan um byggingardót, spýtur og verkfæri. Engir stólar eða önnur þægindi verða á staðnum og því verður dagskránni stillt í hóf. 

Verið velkomin og munið að klæða ykkur vel, það er kalt í húsinu ! 

01.10.2009 - 09:40

Melrakkar Vsindaporti

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða föstudagsins 2. október verður tileinkað melrakkanum og er fyrirlesari Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands

Fjallað verður um uppruna og útbreiðslu melrakkans, nafngiftir og sérstöðu hérlendis. Sagt verður frá einstakri aðlögun tegundarinnar að nístingskulda norðurheimskautsins. Bornar verða saman tvær megin stofngerðir tófunnar í heiminum með tilliti til fæðuvals og tímgunarlíffræði. Litafar að sumar og vetrarlagi verður kynnt í máli og myndum auk almennra upplýsinga um lífshætti tegundarinnar. Að lokum verður sagt frá Melrakkasetrinu í Súðavík, markmiðum þess og áætlunum.

Heimasíða Háskólsetursins er www.hsvest.is

Vísindaportið fer að vanda fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Allir velkomnir.

Vefumsjn