11.11.2009 - 10:43

Fleiri myndir af refum

« 1 af 3 »
Kjartan Sigurðsson, ljósmyndari og leiðsögumaður, sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók af yrðlingum við greni á hálendinu. Það er magnað að sjá hvað rebbarnir voru spakir og hvað fólk kom nálægt þeim til að mynda. Ekki fylgdi sögunni hvar foreldrar yrðlinganna héldu sig en ekki er ólíklegt að móðirin hafi fylgst með úr fjarlægð og beðið eftir að fólkið færi í burtu. Allir yrðlingarnir á myndinni eru af hvíta litarafbrigðinu sem þýðir að foreldrarnir eru líklega einnig hvítir. Fleiri myndir frá Kjartani eru á myndasíðu okkar, smellið á "Myndasafn" hér til hliðar.
Heimasíða Kjartans er www.photo.is
06.11.2009 - 11:13

Afmlisrstefna Lffriflagsins

Melrakkasetrið tekur þátt í Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins sem hefst í dag, 6. nóvember. Ráðstefnan er ein sú stærsta sem haldin hefur verið og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofur í boði í þremur byggingum: Öskju-Náttúrufræðihúsi, Íslenskri Erfðagreiningu og Norræna Húsinu.
Framlag Melrakkasetursins er veggspjald með niðurstöðum rannsókna á áhrifum ferðamanna á atferli refa við greni á Hornströndum en verkefnið var unnið sumarið 2008 í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík....
Meira
Vefumsjn