28.10.2009 - 16:56

Myndir frá Ítalíu

Félagarnir og konur ţeirra í Hornvík.
Félagarnir og konur ţeirra í Hornvík.
« 1 af 8 »
Vorum að fá sendar skemmtilegar myndir frá ítölskum áhugaljósmyndurum sem komu með okkur til Hornvíkur í ágúst. Ferðin var á vegum Vesturferða en þeir komu gagngert til að mynda refina.
Myndirnar eru teknar af Davide Zerbini en hann, ásamt bróður sínum Isacco, ferðast um heiminn og taka myndir af náttúru og dýralífi. Þeir halda uppi heimasíðu þar sem er heilmikið myndagallerí og gagnlegar upplýsingar um dýr og umhverfi. Þeir eru búsettir í Parma á Ítalíu og þar norður af er úlfaflokkur sem þeir hafa, ásamt fleirum, fylgt eftir í nokkur ár. Isacco spilaði fyrir okkur upptöku af úlfagóli þegar við vorum í Hornvík og er það líklega í eina skiptið sem úlfar heyrast góla í Hornbjargi.
Hægt er að skoða myndasíðu þeirra bræðra HÉR og á úlfasíðunni er hægt að spila upptöku af góli ítölsku úlfanna. 
19.10.2009 - 10:53

Gamlir munir

Gestabókin frá Betu
Gestabókin frá Betu
« 1 af 3 »

Melrakkasetrinu hafa borist nokkrir munir til að nota á sýningunni sem verið er að setja upp í Eyrardalsbænum. Meðal annars refatöng frá Ólafi Erni Ólafssyni á Ísafirði en töngin kemur úr dánarbúi föður hans. Kristján Kristjánsson, Hvítanesi sendi okkur m.a. þurrkgrind fyrir melrakkabelgi (þurrkað refaskinn) eins og afi hans, Finnbogi Pétursson frá Litlabæ notaði. Einnig hefur okkur borist forláta gestabók frá leðursmiðnum Guðrúnu Elísabetu Jónsdóttur (Betu).

Við erum afar þakklát fyrir þessa muni og fleiri sem okkur hefur verið lofað, til varðveislu eða að láni fyrir sýninguna okkar um refaveiðar og refaveiðimenn, sem við erum að undirbúa og setja upp í gamla Eyrardalsbænum.

Vefumsjón