13.10.2009 - 22:27

Njar myndir fr Tobias Mennle

« 1 af 3 »
Tobias Mennle dvaldi við kvikmyndatökur á náttúru og dýralífi Hornstranda sl. sumar. Hann kvikmyndaði meðal annars líf og starf heillar refafjölskyldu ásamt vængjuðum íbúum Hornbjargs. Auk þess að taka kvikmyndaefni, ljósmyndaði Tobias refina, og landslagið í Hornvík. Hann sendi okkur þessar fallegu myndir af yrðlingum að leik við greni. Við erum Tobiasi afar þakklát fyrir framlag hans til vefljósmyndasafnsins okkar hér á síðunni.  
11.10.2009 - 18:43

Saknai ess a sj ekki tfu

Fréttin er fengin af vefnum www.bb.is:

„Þetta var frábær ferð í alla staði. Það var sól og blíða allan tímann og allt gekk vel. Það eina sem ég var ekki alveg nógu ánægður með var að ég hitti engan ref. Ég var alltaf að kíkja eftir tófu af því amma hafði oft gengið fram á refi í sínum fyrri ferðum um Hornstrandir og ég vonaði að ég yrði líka svo heppinn. En ég sá haferni og fleiri skemmtileg dýr," segir Daði Ómarsson, níu ára strákur sem lét sig ekki muna um að ganga um Hornstrandir í fimm daga í sumar með ömmu sinni og fleira fólki.

...
Meira
Vefumsjn