29.10.2009 - 09:25

Myndir fr Belgu

Í sumar hittum við nokkra ljósmyndara sem komu gagngert á Hornstrandir til að taka myndir af refum og fuglum í því magnaða landslagi sem þar er. Við höfum þegar fengið nokkrar myndir sendar, síðast frá Ítalíu og Kanada auk þess sem kvikmyndatökumenn frá Frakklandi og Þýskalandi tóku einnig ljósmyndir og sendu okkur. Nú vorum við að fá glæsilegar myndir frá Jeroen Vermeulen sem er belgískur áhugaljósmyndari og bara nokkuð góður af myndasíðunni hans að dæma. Hann, eins og kollegar hans, ferðast um heiminn til að skoða og mynda villt dýr í náttúrulegu umhverfi.
Þessir félagar okkar eru allir sammála um að Hornstrandir séu alveg einstök náttúruperla og með eftirminnilegri svæðum sem þeir hafa komið á. Myndasíðan hans Jeroen er HÉR
28.10.2009 - 16:56

Myndir fr talu

Flagarnir og konur eirra  Hornvk.
Flagarnir og konur eirra Hornvk.
« 1 af 8 »
Vorum að fá sendar skemmtilegar myndir frá ítölskum áhugaljósmyndurum sem komu með okkur til Hornvíkur í ágúst. Ferðin var á vegum Vesturferða en þeir komu gagngert til að mynda refina.
Myndirnar eru teknar af Davide Zerbini en hann, ásamt bróður sínum Isacco, ferðast um heiminn og taka myndir af náttúru og dýralífi. Þeir halda uppi heimasíðu þar sem er heilmikið myndagallerí og gagnlegar upplýsingar um dýr og umhverfi. Þeir eru búsettir í Parma á Ítalíu og þar norður af er úlfaflokkur sem þeir hafa, ásamt fleirum, fylgt eftir í nokkur ár. Isacco spilaði fyrir okkur upptöku af úlfagóli þegar við vorum í Hornvík og er það líklega í eina skiptið sem úlfar heyrast góla í Hornbjargi.
Hægt er að skoða myndasíðu þeirra bræðra HÉR og á úlfasíðunni er hægt að spila upptöku af góli ítölsku úlfanna. 
Vefumsjn