05.04.2017 - 14:59

Sumarstarf, veiimannasning

Mynd: rur Sigursson
Mynd: rur Sigursson

Melrakkasetur Íslands óskar eftir háskólanema í sumarstarf á tímabilinu júní – ágúst næstkomandi.

 

Starfið felst í að hanna sérsýningu um sögu refaskyttunnar ásamt öðru tilfallandi, undir leiðsögn og í samvinnu við aðstandendur Melrakkasetursins. Verkefnið er hluti af fyrirhugaðri endurnýjun sýningar Melrakkaseturs Íslands sem sett var upp í Eyrardal í Súðavík sumarið 2010.

Um er að ræða verkefni styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna (Rannís). Viðkomandi mun velja úr, safna og skrá myndir og efni sem er til á staðnum, á skjalasöfnum o.fl.. Velja úr myndefni og rita texta og finna leiðir til uppsetningar í því rými sem er í boði. Til að kynnast sýningunni og væntingum gesta mun viðkomandi einnig starfa við hefðbundna móttöku, leiðsögn um sýningu og umhirða lifandi refa. Einnig er gert ráð fyrir starfi við afgreiðslu og framreiðslu á kaffihúsi, eftir samkomulagi við framkvæmdastjóra.

Krafa er að umsækjendur séu í námi við HÍ bæði á vorönn og haustönn 2017. Verkefninu lýkur með lokaskýrslu og kynningu í Súðavík þann 16. september 2017.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl næstkomandi. Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist með tölvupósti á melrakki@melrakki.is. Nánari upplýsingar eru í síma 8628219. Kynnið ykkur Melrakkasetrið á Facebook.
01.03.2017 - 12:06

Langar ig a ganga til lis vi Melrakkasetri sumar?

Langar þig að ganga til liðs við Melrakkasetrið í sumar?Opið er fyrir umsóknir til 14. mars 2017.

Við á Melrakkasetrinu erum að leita að starfskrafti í sumar. Um er að ræða skemmtilegt starf, með skemmtilegu fólki á skemmtilegum stað í Súðavík.
Starfið felur í sér:
Taka vel á móti og þjóna gestum
Baka og elda frá grunni í kaffihúsinu okkar
Leiðbeina gestum um safnið og sýna þeim refina
Gefa ferðamönnum upplýsingar um svæðið
Almenn verk á setrinu eins og þrif, viðhald og önnur verkefni.
Brosa, hlæja og hafa gaman með okkur hinum

Við erum að leita að skemmtilegum og glaðlyndum einstaklingum með mikla þjónustulund sem finnst gaman að vinna með fólki og eru með jákvætt viðhorf.
Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri, hafa góð tök á tveimur af eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku eða þýsku. Ekki er verra að hafa reynslu af svipuðu starfi og reynsla á sviði líffræði/vistfræði verður tekin til greina.

Við erum að leita eftir einstaklingum sem geta byrjað að vinna hjá okkur um miðjan maí eða í byrjun júní og geta unnið þar til seint í ágúst eða september. Vaktirnar í júní-ágúst eru 8 tímar og skipulagið á þeim er 2, 2, 3. Þá er unnið í 2 daga, frí í 2, daga, unnið í 3, daga frí í 2, unnið í 2 daga, frí í 3 daga o.s.frv.

Við getum hjálpað til með tímabundið húsnæði í þorpinu yfir sumarið ef þarf.

Umsóknir sendist á fox@arcticfoxcenter.is fyrir 14.mars 2017. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Midge (456-4922) eða senda tölvupóst á melrakki@melrakki.is.

Vefumsjn