06.11.2009 - 11:13

Afmlisrstefna Lffriflagsins

Melrakkasetrið tekur þátt í Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins sem hefst í dag, 6. nóvember. Ráðstefnan er ein sú stærsta sem haldin hefur verið og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofur í boði í þremur byggingum: Öskju-Náttúrufræðihúsi, Íslenskri Erfðagreiningu og Norræna Húsinu.
Framlag Melrakkasetursins er veggspjald með niðurstöðum rannsókna á áhrifum ferðamanna á atferli refa við greni á Hornströndum en verkefnið var unnið sumarið 2008 í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík....
Meira
29.10.2009 - 09:25

Myndir fr Belgu

Í sumar hittum við nokkra ljósmyndara sem komu gagngert á Hornstrandir til að taka myndir af refum og fuglum í því magnaða landslagi sem þar er. Við höfum þegar fengið nokkrar myndir sendar, síðast frá Ítalíu og Kanada auk þess sem kvikmyndatökumenn frá Frakklandi og Þýskalandi tóku einnig ljósmyndir og sendu okkur. Nú vorum við að fá glæsilegar myndir frá Jeroen Vermeulen sem er belgískur áhugaljósmyndari og bara nokkuð góður af myndasíðunni hans að dæma. Hann, eins og kollegar hans, ferðast um heiminn til að skoða og mynda villt dýr í náttúrulegu umhverfi.
Þessir félagar okkar eru allir sammála um að Hornstrandir séu alveg einstök náttúruperla og með eftirminnilegri svæðum sem þeir hafa komið á. Myndasíðan hans Jeroen er HÉR
Vefumsjn