16.11.2009 - 08:57

Kveskapur

Kusi skilur eftir sig spor  minningarplatta
Kusi skilur eftir sig spor minningarplatta
Það virðist liggja vel fyrir refaveiðimönnum að semja vísur og kvæði. Í Dýrafirði er nokkuð um æðarrækt og fer talsverður tími í það á hverju vori að verja æðavarpið fyrir tófum og öðrum vargi. Meðan vakað er yfir varpinu á nóttunni er tilvalið að semja vísur um það sem fyrir augu og eyru ber.
Valdimar Gíslason á Mýrum, ásamt kollegum, hafa margra áratuga reynslu og hefur hann safnað sögum og kveðskap sem fjalla um þá atburði sem komið hafa upp í gegnum tíðina. Meðal annars þetta kvæði sem Zófonías Þorvaldsson á Læk kvað um hann Kusa:

Kusi hann er kominn hér
Kann við sig í urðunum
með kolluegg í hvofti sér
kemst hann eftir skurðunum
...
Meira
13.11.2009 - 09:39

Stefnumtun

Melrakkafundur
Melrakkafundur
Melrakkasetrið er þessa dagana að vinna í stefnumótun fyrirtækisins, þar sem mótuð er framtíðarsýn og skilgreindar leiðir til að ná settu marki. Unnið er eftir nokkrum kerfum (m.a. SVÓT greining) með hliðsjón af styrkleikum, veikleikum, ógnum og tækifærum. Vinnan er leidd af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (atvest).

Talið er mikilvægt að móta stefnu fyrirtækisins á þessum tímapunkti þar sem starfið fram að þessu hefur einungis verið á undirbúningsstigi, en nú er framundan fyrsta sumarið þar sem sýningin er opin og því margt sem þarf að taka til endurskoðunar frá þeirri áætlun sem hingað til hefur verið unnið út frá, en hún var gerð haustið 2007.

Vefumsjn