01.12.2009 - 11:59

Eyrardalur aventu

« 1 af 4 »
Nú er unnið á fullu við að setja upp milliveggi og leggja raflagnir í Eyrardalsbæinn. Bjarni rafvirki og Magnús smiður eru þar við störf ásamt Friðfinni og félögum sem sjá um að setja upp varmaskiptakerfi en það á að spara orkunotknun til lengri tíma. Ekki þarf því að leggja fyrir ofnakerfi en pípulagnir og hreinlætistæki verða skv. fyrri áætlunum.
kaffihús með einföldu og gamaldags sniði verður á neðri hæðinni og salerni uppi og niðri. Til að byrja með verður loftið óinnréttað og nýtt fyrir leiksýningar og annað slíkt. Þarf því að ljúka gólflögn uppi og klæða veggina. 
Magnús sér um smíðam&aacut! e;lin og er byggingastjóri hússins.
Við heimsóttum þá félaga í dag, 1. des og tókum nokkrar myndir innanhúss.
16.11.2009 - 08:57

Kveskapur

Kusi skilur eftir sig spor  minningarplatta
Kusi skilur eftir sig spor minningarplatta
Það virðist liggja vel fyrir refaveiðimönnum að semja vísur og kvæði. Í Dýrafirði er nokkuð um æðarrækt og fer talsverður tími í það á hverju vori að verja æðavarpið fyrir tófum og öðrum vargi. Meðan vakað er yfir varpinu á nóttunni er tilvalið að semja vísur um það sem fyrir augu og eyru ber.
Valdimar Gíslason á Mýrum, ásamt kollegum, hafa margra áratuga reynslu og hefur hann safnað sögum og kveðskap sem fjalla um þá atburði sem komið hafa upp í gegnum tíðina. Meðal annars þetta kvæði sem Zófonías Þorvaldsson á Læk kvað um hann Kusa:

Kusi hann er kominn hér
Kann við sig í urðunum
með kolluegg í hvofti sér
kemst hann eftir skurðunum
...
Meira
Vefumsjn