18.12.2009 - 09:58

Grasagarđur viđ Melrakkasetriđ

Tófugras er eitt af einkennisplöntum á refaslóđum. Mynd: Jón Baldur Hlíđberg
Tófugras er eitt af einkennisplöntum á refaslóđum. Mynd: Jón Baldur Hlíđberg
Melrakkasetur Íslands og Náttúrustofa Vestfjarða gerðu í gær með sér samning um verkefnið "Vestfirskir Grasagarðar". Verkefnið gengur út á að fjölga sýningarstöðum grasagarðs sem þegar hefur verið stofnaður í Bolungarvík, meðal annars að setja upp einn slíkan við Melrakkasetrið en við höfum hug á að hafa íslenskar plöntur til sýningar á lóðinni umhverfis setrið.
Grasagarðurinn mun væntanlega vekja áhuga ferðamanna sem koma á svæðið og verða vitundarvakning um íslenska flóru....
Meira
08.12.2009 - 16:09

Leikstjóri í melrakkaleikriti

Mórauđur refur í vetrarríki á Hesteyri. Mynd: Tobias Mennle
Mórauđur refur í vetrarríki á Hesteyri. Mynd: Tobias Mennle
Halla Margrét Jóhannesdóttir hefur verið ráðin leikstjóri leikverksins Melrakka sem frumsýnt verður í Melrakkasetri Íslands í Eyrardal næsta sumar. Hún mun einnig rita handritið ásamt Kómedíuleikaranum Elfari Loga Hannessyni en það er Kómedíuleikhúsið sem stendur að verkinu. Hér er um að ræða einleik um rebba. 
Kómedíuleikhúsið hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða, í úthlutun á Reykhólum þann 4. desember, til að mæta kostnaði við verkið. Okkur þykir þetta mjög spennandi enda ekki verið sett á svið leikrit um tófuna áður, svo vitað sé.
Vefumsjón