28.03.2020 - 01:32

Melrakkasetur slands lokar tmabundi vegna Covid - 19 veirunnar / Arctic Fox Centre close temporarily due to the Covid - 19 situation

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar síðastliðna viku og hertari reglum um samkomubann verður Melrakkasetri Íslands lokað fyrir gestum frá og með miðvikudeginum 25. mars og á meðan samkomubann er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu í fyrstu. Eftir afléttingu samkomubanns í byrjun maí erum við farin að taka á móti gestum en vegna fyrirmæla sóttvarnaryfirvalda um að halda fjarlægð, þarf fólk að láta vita af komu sinni.

Starfsfólk safnsins mun áfram sinna vinnu við ýmis verkefni er snúa að faglegu starfi. Sem dæmi má nefna gerð nýrrar vefsíðu, endurnýjun sýninga og öðru viðhaldi.

Að því sögðu óskum við landsmönnum öllum og ferðafólki á landinu góðrar heilsu, og hlökkum til þess að opna dyr safnsins á ný þegar aðstæður hafa breyst og samfélagið kemst í réttar skorður.

/ / /


In light of the increased spread of COVID-19 and stricter regulations regarding the ban on public events and gatherings, The Arctic Fox Centre will be closed to the general public from Wednesday 25rd of March, for the duration of the ban. There will, therefore, be no regular opening hours for a while. After releasing the strict regulations a bit in early May, we are open to visitors. But, you have to be in touch and book in advance, so that we can keep the required distance. 


The staff of the museum will continue to work on various projects in the museum.

We wish our guests the best of luck and good health. We look forward to opening our doors once this epidemic has passed and society is back on track.

28.01.2020 - 16:00

Af Hornstrandarefum

Mynd: Emma Hodson
Mynd: Emma Hodson
Viðkoma refa á Hornströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður.  Þetta endurspeglar mögulega slæma afkomu bjargfugla ásamt fleiru, eins og kemur fram í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun refa á Hornströndum árið 2019.

Helstu niðurstöður eru þær að í mars sáust færri dýr en hafa sést þar á þessum árstíma í fyrri ferðum, að árinu 2014 undanskildu. Í júní og júlí kom í ljós að yrðlingar voru aðeins á 25–30 % grenja sem að jafnaði eru talin. Einungis þrjú pör voru með yrðlinga á greni í austanverðri Hornvík, í stað 5–7 para eins og oft hefur verið. Fæðan sem borin var heim á hin tvö grenin var aðallega ritur en ekki fýlar eins og algengt var áður. Hvorki sáust fýlshræ á grenjum né ummerki um að þau væru borin heim. Í vesturhluta Hornvíkur, Rekavík bak Höfn og Hvannadal voru tvö greni í ábúð, en á þessu svæði eru þrjú óðul að öllu jöfnu. Í Hælavík var einungis eitt greni staðfest í ábúð, í stað 3–4 að jafnaði. Stærsta og auðugasta óðalið í Hælavíkurbjargi bar engin merki um ábúð og er það í fyrsta skipti í a.m.k. 21 ár sem svo er.

Ljóst er að afkoma bjargfugla hefur áhrif á refi í Hornvík og ef fuglunum fækkar getur það skýrt fækkun og stækkun refaóðala sem virðist hafa átt sér stað bæði í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi. Einnig getur aukinn fjöldi ferðamanna og viðvera fólks við greni haft verulega neikvæð áhrif á afkomu yrðlinga að sumarlagi.

Nánari upplýsingar er að finna í skýrslunni Refir á Hornströndum: áfangaskýrsla um vöktun árið 2019Sa 1 af 145
Vefumsjn