19.07.2011 - 15:38

rebbarölt, leikhús og tónleikar

Garđurinn hennar Tatjönu
Garđurinn hennar Tatjönu
Í júlí er margt um manninn á Vestfjörðum enda er einmuna blíða og engin vandamál með flóð og brúarsmíðar.
Við höfum farið í nokkrar ferðir til að fylgjast með tófum í Friðlandi Hornstranda, með og án sjálfboðaliða - einnig í sérstakar refaskoðunarferðir með Vesturferðum og nú stendur yfir ferð með Borea Adventures.

Við héldum tónleika með Svavari Knúti sl. sunnudag og er næsta víst að fegurri hljómar hafa vart heyrst í Eyrardal um langa hríð.

Gaggið í grjótinu hefur verið sýnt hér á loftinu af og til í sumar - næsta fimmtudag, þann 21. júlí verður síðasta sýningin hjá okkur !! - þeir sem eiga eftir að sjá stykkið eru endilega hvattir til að kíkja - sýningin hefst kl. 20.00 og eru miðapantanir í síma 456 4922.

Næsta laugardag, þann 23. júní ætlum við svo að halda tónleika með Eggert, Michelle og Skunda litla - Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 en um er að ræða samstarfsverkefni með Ömmu Habbý enda flytja menn sig um set þangað niðureftir upp úr kl. 23.  Þetta verður rosa skemmtilegt enda syngja menn og tralla og allir geta spilað með á eitthvað hljóðfæri ef þeir vilja. Kíkið við á þessu skemmtilega kvöldi sem verður í formi einskonar kráarrölts - stemningar .... höfum gaman !!

Yrðlingarnir, þeir Móri og Minni, eru sprækir eins og lækir og hressir eins og fress, vaxa og dafna vel á lúxusfóðri frá Murr. Þeim finnst gaman að fá heimsókn !!

Komin er mynd á grasagarðinn góða en það er hún Tatjana frá Orkneyjum sem hefur haft veg og vanda að því að nýta grjótið okkar til góða - kominn forláta steinbekkur við ána og þetta fína steinabeð við pallinn, hún er kraftaverkakona hún Tatjana og við hlökkum til að sjá beðið fullt af íslenskum plöntum og jurtum ..
Vefumsjón