07.07.2017 - 10:58

Vettvangsferš ķ Hornvķk

Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
« 1 af 4 »
Farið var á öll þekkt greni í Hornbjargi og við Hornvíkurósinn og athugað með ábúð í þeim, alls voru sjö þeirra mjög líklega í ábúð en staðfest voru sex greni með yrðlinga. Einnig var nokkuð af hlaupadýrum, m.a. við húsin að Horni. Fjaran var mikið notuð, bæði af hlaupadýrum og grendýrum. Mikið líf í víkinni og eggjaskurn algeng sjón á bjargbrún – sem bendir til þess að varp hafi verið með betra móti í bjarginu. Agnarlítill yrðlingur, sem ferðafólk hafði fundið við húsin og afhent hópnum okkar, drapst innan sólarhrings, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda á honum hita og reyna að koma í hann fæðu. Aðrir yrðlingar sem sáust virtust nokkuð sprækir og vel haldnir enda nóg af fæðu....
Meira
09.06.2017 - 12:41

7 įra afmęli Melrakkaseturs

Frį opnunarhįtišinni įriš 2010
Frį opnunarhįtišinni įriš 2010
« 1 af 5 »
Laugardaginn 10.júní bjóðum við ykkur að fagna með okkur 7 ára afmæli Melrakkasetursins.

Þetta verður frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Við munum bjóða uppá kökur, kaffi, gos og sykursætan candyfloss.
Á dagskrá er andlitsmálun, dorgveiðikeppni með tilheyrandi verðlaunum og fleiri skemmtilegir leikir fyrir börnin.
Frítt verður inn á safnið. 


Dagskráin
14:00 Veislan byrjar. Kökur, kaffi, gos og djús í boði fyrir alla sem mæta. Andlitsmálun fyrir börnin.
15:00-16:00 Dorgveiðikeppnin og leikir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn og fyrir flesta veidda fiska.

Hlökkum til að njóta sumarsins með ykkur og sjáumst hress
Vefumsjón