27.11.2017 - 15:55

Melrakkasetur slands

Melrakkasetur Íslands

Er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. 

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameigilegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

 

Hvar erum við?

 
« 1 af 2 »

Melrakkasetur Íslands er til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík, mitt á milli gömlu og nýju byggðarinnar.

Póstfang: 
Melrakkasetur Íslands efh
Eyrardal - 420 Súðavík
Ísland, IS-420

Símanúmer:
+ 354 456 4922

11.09.2017 - 10:00

Aalfundur og afmli

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf, fyrir starfsárið 2016, verður haldinn í Eyrardalsbænum laugardaginn 16. september 2017 kl. 14.00.

Dagskrá fundarins skv. 11. gr samþykkta félagsins:
1. Setning aðalfundarins
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
4. Lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2015 til umræðu og afgreiðslu
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins)
6. Kosning fimm manna stjórnar
7. Kosning eins varamanns í stjórn
8. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga + 1 varamanns
9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
10. Önnur mál sem eru löglega upp borin

Að loknum aðalfundastörfum verður boðið upp á kaffi, konfekt og skemmtilegheit í tilefni af 10 ára stofnafmæli Melrakkasetursins.

Verið velkomin.

Vefumsjn