14.08.2013 - 16:38

Viđamikil bláberjadagskrá, Sushi og söngdívur

Verđlaun í Raggagarđi 2012
Verđlaun í Raggagarđi 2012
« 1 af 3 »

Bláberjadagar verða haldnir hátíðlegir í Súðavík á komandi helgi. Við í Melrakkasetrinu erum alveg tilbúin og dagskráin er æsispennandi. Alla dagana opnum við kl. 9.00 og bjóðum upp á morgunverð, kaffi og með því eins og vanalega.

Hér er alltaf til Bláberjapæja, bláberjavöfflur, bláberjakristall og bláberjaskyr með rjóma. Við seljum líka hina enstaklega fallegu bláberjahátíðarboli og bláberjabuffin góðu, alveg á gjafverði. Dagskráin er eftirfarandi:

Á föstudeginum afhendum við bláberjakort Súðavíkurhrepps en þar eru merktir inn staðir sem gott er að tína ber og landeigendur leyfa gestum og gangandi að koma á til að tína.


Kvöldmatur:

Við erum fræg fyrir plokkfiskinn okkar ljúffenga og nú er einmitt tækifæri til að fá sér einn slíkan og skyr með bláberjum og rjóma í eftirrétt. Við bjóðum upp á svoleiðis í kvöldmatinn og hvetjum alla til að fá sér, kostar litlar 1.500,- kr. með kaffi og eftirrétti.
Á föstudagskvöldið eru tónleikar um allan bæinn og hefjast þeir í Melrakkasetrinu kl. 20.30. Fyrstir koma fram drengirnir okkar í hljómsveitinni Boltinn, svo mætir Pétur Markan, þá Perla Sig, svo Arnar Guðmunds og að síðustu er það Tryggvi Gígjuson og Friday Night Idols. Bláberjalestin ferjar menn á milli svæða enda eru líka tónleikar á Ömmu Habbý og Jóni Indíafara. Frítt er inn á alla tónleikana !

Á laugardag vöknum við snemma og bjóðum upp á morgunverð að venju kl. 9.00. Úti eru hlauparar í berjahlaupinu sem Geisli býður upp á, hægt er að skrá sig í það á www.hlaup.is og hlaupaleiðin um fjörðinn er alveg einstaklega skemmtileg.
Barði Ingibjarts býður upp á hina hefðbundnu fjallatoppaferð á Kofrann kl. 12.00 og svo opnar flóamarkaður í Samkomuhúsinu eftir hádegi.


Í Melrakkasetrinu verður eftirfarandi dagskrá á laugardaginn:


Kl. 9.00 – 15:00 verður Uppskriftakeppni – skila þarf réttum í Melrakkasetur. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.


Kl. 11:30 hefst Ljósmyndasýning: „Guðrún á Stöðinni“ opnar ljósmyndasýningu í Rebbakaffi til minningar um móður sína, Dídí á Stöðinni. Ljósmyndasýningin verður á veggjum Rebbakaffis út ágúst.

Kl. 12:00 – 14:00 bjóðum við upp á Pylsupartý – Danskar, Pólskar, Bradwurst og hinar

einu sönnu SS steiktar á Muurikkunni. Kartöflusalat að hætti hússins og pylsupartý eru á litlar 800,- kr. og svo er líka bara hægt að fá sér eina með öllu í brauði á kr. 300,-

Kómedíuleikhúsið sýnir barnaleiksýninguna Búkollu í Melrakkasetrinu: Ævintýraleg leiksýning fyrir krakka á öllum aldri. Hér eru gömlu góðu íslensku þjóðsögurnar og ævintýrin í aðalhlutverki og allir geta tekið þátt í ævintýrinu. Ævintýrin sem við sögu koma eru Búkolla, Sálin hans Jóns míns og síðast en ekki síst perlan Dimmalimm. Kómedíuleikhúsið býður upp á sýninguna í samstarfi við Súðavíkurhrepp. Frítt inn !


Kl. 13:30 – 15:00 fara fram Bláberjadagakeppnir í Melrakkasetri: Bláberjakökuátkeppnin, Fyllukeppnin, Keppnin um stærsta berið, skrítnasta berið og fleira og fleira..


Kl. 16:00 hefst Leiksýning Kómedíuleikhússins, Einleikur um Sigvalda Kaldalóns: „Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan. Víst var lífið þar ekki einsog í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu perlur hans“ Kómedíuleikhúsið býður upp á sýninguna í samstarfi við Súðavíkurhrepp. Frítt inn !

 

Kl. 18:00 Lokum við í Melrakkasetrinu því allir halda í Raggagarð til að grilla og borða saman, fylgjast með verðlaunaafhendingunni og kannski færðu verðlaun ..?            


svo er brenna og brekkusöngur kl. 21.00 og dansiball með Halla og Þórunni í Samkomuhúsinu kl. 23.30. Dönsum fram á nótt !!


Á sunnudaginn vöknum við snemma eins og alltaf !!


Kl. 10:00 – 14:00 er boðið upp á Bláberjabröns; Bláberjapönnukökur (amerískar), egg, beikon, litlar pylsur, bakaðar baunir og kveðjuskál

Kl. 13:00 – 17:00 verða handverk og listmunir á loftinu – flóamarkaðurinn flytur til okkar !!

Allan daginn erum við með Bláberjapæ – Bláberjavöfflur – Bláberjabolir - Bláberjabuff


Kl. 18:00 lokum við í Melrakkasetrinu


opnunartími verður svo kl. 9 – 18 það sem eftir er ágústmánaðar, utan sérstaka dagskrárliði:


Eftir Bláberjadaga


Þriðjudaginn 20. ágúst verður Sushi veisla að hætti Fjólu Þóris !

Fjóla er matreiðslunemi hjá Fiskfélaginu og með fyrstu starfsmönnum Melrakkasetursins. Hún ætlar að galdra fram listilega gerða sushi rétti fyrir okkur.

Bara í þetta eina skipti !

Takmarkaður sætafjöldi, pantið í síma 456 4922

Verð aðeins 2.000,- kr. á mann

(ósóttir miðar verða seldir eftir kl. 15 á þriðjudag)

 

Á fimmtudaginn 22. ágúst kl. 21.00 verður tónlistarveisla KÍTON

Allar fjórar söngdívurnar komnar saman á einu lofti:

Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör og Hafdís Huld

Takmarkaður sætafjöldi, pantið í síma 456 4922

Verð aðeins 2.000,- kr. á mann !

(ósóttir miðar verða seldir eftir kl. 15 á fimmtudag)

 

Vá hvað þetta er flott dagskrá !

 

Vefumsjón