18.12.2010 - 22:24

Viđ kveikjum fjórum kertum á !

Fjallagrasabrauđ á ađventu
Fjallagrasabrauđ á ađventu
Fjórði og síðasti aðventusunnudagurinn er haldinn hátíðlegur í Eyrardal.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.


Opið á markaðsloftinu, sérstakt tilboð á einstökum minjagripum í Melrakkasetri, jólavörur frá Björgunarsveitinni Kofra, Harðfiskur og handverk úr héraði, glæsiskart og listmunir frá Maríu og fallegu ljósavitarnir frá Sveinbirni. Það er séns á að þjóðbúnir karlar mæti á svæðið með hið frábæra dagatal þjóðbúningafélagsins. Mugison safnið, Skúli mennski, Slökunardiskar og Þjóðsögur frá Súðavík og Hornströndum ... Flottar rebbabækur í jólapakkann og svuntur auðvitað !

Sérstaklega gott heitt súkkulaði með rjóma, Egils malt og appelsín í líterskönnu á aðeins 300kr. Nýbökuð eplakaka og súkkulaðiterta með rjóma. Sjón er sögu ríkari, hér er stemningin !

Verið velkomin í Melrakkasetrið á aðventunni


Vefumsjón