06.05.2010 - 09:40

Undirbúningur á fullu - opnum 12. júní

hvíta sofandi tófan
hvíta sofandi tófan
« 1 af 2 »
Undirbúningur fyrir opnun Melrakkaseturs stendur nú sem hæst. Smiðir vinna á fullu í að klára húsið, rafvirki, málarar og pípulagningarmenn vinna í sameiningu að því að allt verði klárt í tæka tíð.
Sýningin er í smíðum og þrátt fyrir að flestir munir séu enn heima hjá eigendum sínum (mikið úr einkaeigu) þá er eitthvað komið í hús, þ.e. á heimili forstöðumanns. Helst ber að nefna forláta uppstoppaða refi sem Þorvaldur Björnsson hefur nýlokið við en Guðmundur Jakobsson hafði útvegað dýrin, bæði sjálfur og með aðstoð annara veiðimanna. Meðal dýranna er einn sofandi hvítur melrakki í vetrarbúningi, hvítur yrðlingur í sumarbúningi og „leik" stellingu og svo forláta „bleik" tófa en liturinn hefur einnig verið kallaður „landrover brúnn" og er sjaldgæfari en hinir hefðbundnu mórauðu og hvítu litir. Einn af mórauðu dýrunum er úr Bolungarvík, stór steggur í vetrarbúningi, með mikla silfrun og hefur hann svartfugl (að sjálfsögðu líka í vetrarbúningi).

Við höfum fengið nokkra muni að gjöf fyrir sýninguna, auk þeirra sem við fáum að láni: tvær ljósmyndir (Þórður Sigurðsson og Michelle Nielson), gestabók (Gunna Beta leðursmiður), refatöng (Ólafur Örn Ólafsson), byssu (Helgi Bjarnason) og þurrkgrindur (Kristján á Hvítanesi).
Vefumsjón