16.04.2010 - 16:08

Umhverfisvottađir Vestfirđir

Mynd: Hjalti Stefánsson
Mynd: Hjalti Stefánsson
Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir metnaðarfullri ráðstefnu undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir laugardaginn 17. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við aðalfund samtakanna á Hótel Núpi í Dýrafirði og hefst kl. 11:00. Ráðstefnan er öllum opin, en meðal framsögumanna verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. 

Melrakkasetrið tekur að sjálfsögðu þátt í ráðstefnunni og hlakkar til að hlýða á fróðleg erindi og hitta áhugavert fólk, við hvetjum alla til að mæta.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á vef Ferðamálasamtakanna www.vestfirskferðamal.is 
Vefumsjón