22.07.2013 - 10:43

Um mišjan jślķ

Lķtill eša Trķtill ?
Lķtill eša Trķtill ?
« 1 af 3 »

Það sem af er júlí hefur verið líf og fjör í Melrakkasetrinu og enn einu sinni var haldið til Hornstranda til að fylgjast með atferli refa og manna á fjölsóttum gönguleiðum Hornbjargs.


Gestir í setrinu hafa komið frá ýmsum löndum en gaman er að segja frá því að íslendingar eru farnir að heimsækja svæðið í auknum mæli og kíkja auðvitað við hjá okkur í leiðinni. Sýningin þykir fróðleg og góð viðbót við ferð á Hornstrandir þar sem menn hafa kannski hitt rebba og langar að vita meira um þá. Veiðisagan heillar marga og þetta sérstaka samband manns og refs á Íslandi undanfarin þúsund ár vekur athygli. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að litla morgunverðarborðið okkar er farið að njóta vinsælda og hingað koma gestir sem panta sérstaklega hafragraut: „one oatmeal porrige please“. Gestir sumarbyggðar hafa komist að því að hér er miklu betra internetsamband og gott að hanga á netinu meðan veðrið er ekki of gott. Bananasúkkulaðikakan og eplasúkkulaðikakan hafa líka slegið í gegn og nú höfum við fengið viðbótar liðstyrk í kaffihúsið, hún Juice er bæði bakari og líffræðingur og við skulum sjá hvort hún getur ekki galdrað eitthvað ljúffengt fram með kaffinu .. nammmm....


Yrðlingarnir okkar hafa nú fengið nöfn, annar heitir Lítill og hinn heitir Trítill, það er smá stærðarmunur á þeim. Þeir hafa fengið kjarkinn og kíkja æ oftar út til að hitta fólk, sérstaklega ef þeim er gefið eitthvað bitastætt eins og afganga af grillinu, nýjan fisk (hausar og beinagarðar eru vel þegnir) svo ekki sé talað um blessað MURRið.


Sjálfboðaliðar: Chris Moore, Josh (Joshua Bradlow), Juice (Juliann Schamel) og, Lucie Abolivier fóru með Ester og Chloe Nater, intern nemanum okkar til Hornvíkur 13. – 20. júlí. Í stuttu máli þá rigndi eldi og brennisteini á mannskapinn en þau létu það ekkert á sig fá og söfnuðu gögnum um atferli refa og manna á gönguleiðum í Hornbjargi. Jónas skrapp norður og hitti sjálfboðaliðana í Hornvíkinni, þar er hann heimavanur enda verið landvörður þar undanfarin sumur. Svo virðist sem flest dýrin séu orðin nokkuð styggari en þau voru í júní. Jafnfram er nokkuð um afföll á yrðlingum á svæðinu í ár, af þeim 7 pörum sem áttu yrðlinga í júní eru öll búin að missa eina  ein læðan búinn að missa allann yrðlingahópinn sinn (6 yrðlingar) en líklega voru yrðlingarnir drepnir af öðrum refum. Þetta höfum við séð áður á þessu svæði og gæti verið vegna þess að í þessum mikla þéttleika sem þarna er þá hafi pör ekki annan kost en að reyna að koma upp yrðlingum á slæmum svæðum frekar en ekkert.

Á meðan hópurinn var í Hornvík komu þeir Philippe Beck frá Belgíu (sem var hjá okkur í haust) og Daniel Friesen frá Þýskalandi og hjálpuðu til í setrinu. Einnig kom til okkar Ariane Deuter sem tók frábærar myndir af yrðlingunum okkar og við látum þær fylgja hér með í þessum pistli.

Verið velkomin í Melrakkasetrið – við höfum opið frá 9-22 – alltaf nýjar fréttir á Facebook og svo erum við líka á Trip Advisor J

Vefumsjón