06.03.2013 - 18:18

Tónleikar međ McKinley Black 14. mars

Nú hefur það spurst út um heimsbyggðina að á loftinu í Eyrardal sé einstaklega góður hljómburður og fólk drífur að til að koma og spila og syngja hjá okkur.
Fyrstu opinberu tónleikarnir á þessu ári verða á rólegu nótunum en hún kemur alla leið frá Þýskalandi og kallar sig McKinley Black.
Þeir sem hafa heyrt hana syngja líkja henni við blöndu af Katie Melua og dassi af bluegrass+kántrí. Við látum gestina um að dæma og hvetjum fólk til að láta þetta frábæra tækifæri ekki framhjá sér fara.
Endilega mætið í Eyrardalinn fimmtudagskvöldið 14. mars og njótið kvöldsins með okkur og þessari einstöku söngkonu.
kíkið á vefinn hennar og youtube og sannreynið - svo hljómar allt tíu sinnum betur "live" hjá okkur: www.mckinleyblack.com

Við hvetjum fólk úr nágrannabyggðarlögum til að nýta sér samfélagsmiðlana og verða samferða hingað til Súðavíkur, hingað liggja allar leiðir.

sjáumst á fimmtudaginn 14. mars - tónleikarnir hefjast kl. 20 og það er rautt og hvítt ásamt gulli í boði fyrir þyrsta gesti - já og kaffi náttúrulega..

 

melrakkarnir

Vefumsjón