12.02.2012 - 23:19

Tófurnar okkar í heimsklassa

Í mars á sl. ári komu þau Orsolya og Erlend Haarberg til að Ljósmynda tófur að vetrarlagi.
Þau voru að safna efni fyrir ljósmyndabók um Náttúru Íslands fyrir National Geographic.
Bókin kom út í haust og hafa bæði fengið Verðlaun, lof og prís fyrir fallega bók og glæsilegar myndir.
Unnur Jökulsdóttir ritaði textann en hún hefur áður unnið með ljósmyndurum í slíkum verkefnum.

Í janúar 2012 birtist syrpa af tófumyndum þeirra í BBC tímaritinu Discover Wildlife, myndirnar eru einnig komnar á netútgáfu tímaritsins.
Við erum að vonum stolt af þeim Haarberg hjónum og að hafa veitt þeim aðstoð við texta og tökur. Tófurnar "okkar" hafa svo sannarlega sigrað heiminn og við bíðum spennt eftir að sjá hverjar viðtökurnar verða.

Hægt er að skoða bókina á síðu þeirra: http://www.haarbergphoto.com/books
Tímaritið með myndasyrpunni er hér: http://www.discoverwildlife.com/gallery/arctic-fox-photo-gallery-orsolya-and-erlend-haarberg

Annáll Melrakkasetursins fyrir árið 2011 er hægt að skoða hér á síðunni
Vefumsjón