04.11.2010 - 15:21

Tófan og Ţjóđin

Mynd á forsíđu: Jim Lamont
Mynd á forsíđu: Jim Lamont
« 1 af 2 »
Á dögunum var gefin út bókin " Tófan og þjóðin - þættir úr ellefu alda samskiptasögu " eftir Sigurð Hjartarson.
Í bókinni er samantekt efnis sem Sigurður hefur tekið saman sl. 30 árin og fjallar um málefni tófunnar í fortíð og samtíð. Rakin er saga veiðilöggjafar og helstu breytingar á henni í gegnum aldirnar. Sérstakur kafli fjallar um tófuna og skáldskap og annar um tófur og galdramál, þjóðsögur og sagnir.

Sigurður er einn af stofnendum „Hins Íslenzka tófuvinafélags„ og eru fundargerðir og gögn félagsins, frá stofnun þess árið 1977, um helmingur af efni bókarinnar. Hefur félagið brugðið á ýmis ráð til að koma málum sínum á framfæri, einkum með því að beita háði en þó í fúlustu alvöru.

Okkur þykir bókin ein skemmtilegasta lesning og höfum við áhuga á að fá Sigurð hingað vestur til að kynna bókina og sögu þessa merkilega félagsskapar sem spannar rúm þrjátíu ár. Forsíðu bókarinnar prýðir glæsileg ljósmynd eftir kanadíska ljósmyndarann Jim Lamont og á baksíðunni er mynd eftir Olger Kooring. Báðar myndirnar eru teknar á Íslandi og eru ljósmyndarar þessir meðal okkar helstu vina. Bókin er gefin út af Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík en þess ber að geta að höfundurinn, Sigurður Hjartarsson, er jafnframt „Reðurstofustjóri íslands" en síða Hins Íslenzka Reðasafns er hér.
Vefumsjón