03.06.2010 - 22:17

Ţúsundir af melrökkum á Karli Jóhann

www.miljoagentene.no
www.miljoagentene.no

Á morgun, föstudaginn 4. Júní munu þúsundir barna, klædd eins og melrakkar, mæta í skrúðgöngu á Karl Jóhannstorgi í Osló. Þau eru á vegum verkefnisins "umhverfis-sendiherrarnir" eða Miljøagentene. Með því eru þau að benda á mikilvægi þess að taka tillit til allra dýrategundanna sem búa í Noregi. Tíu ráðherrar munu taka þátt í göngunni til að sýna stuðning sinn til þessara umhverfismeðvituðu barna og málefnis þeirra. Svo fara þau öll saman inn í Konungshöllina og kynna málin þar. Athöfnin hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00 að norskum tíma.

Í náttúrunni er pláss fyrir alla
Börnin elska melrakkann og umhverfis-sendiherrarnir afhenda ótrúlegan fjölda af fallegum teikningum af tegundinni. Í Noregi eru aðeins 50 fullorðnir melrakkar eftir af stofninum en um 2000 tegundir lífvera eru í útrýmingarhættu í landinu, þar af gætu 285 verið útdauðar innan áratugar.
Umhverfis-sendiherrarnir eru umhverfissamtök barna. Meðlimir samtakanna vilja gera heiminn að stað fyrir alla, samastaður manna, dýra og plantna.

Melrakkadansinn
Á hallartorginu munu börnin æfa sinn eigin melrakkadans, sem þau svo kenna kynningarfulltrúa sínum og flytja með honum á listasviðinu Spikersuppa í Osló.
Hver veit nema við á Melrakkasetrinu fáum einhvern daginn heimsókn frá norskum börnum sem geta kennt okkur melrakkadansinn ...

Vefumsjón