26.04.2011 - 15:33

Ţegar heim kemur

Llillie međ Lucky og Ester međ rauđrefsbangsa
Llillie međ Lucky og Ester međ rauđrefsbangsa
« 1 af 3 »
Viðbrögð gesta Melrakkaseturs eru áreiðanlega jafnmargvísleg og þeir eru margir og þar sem hátt í þrjúþúsund gestir hafa heimsótt setrið frá opnun þess í júní á síðasta ári höfum við fengið margar kveðjur. Svo virðist sem Melrakkasetrið sé ofarlega í huga margra og að margt beri á góma hjá gestum okkar eftir að heim kemur.

Til dæmis fengum við tölvupóst frá vinkonu okkar Lillie Calistri-Yeh frá New Jersey, USA. Hún er aðeins 12 ára en hefur afrekað ýmislegt á ungri ævi. Hún styður við rannsóknir á tófum í gegnum WWF en tegundin á undir högg að sækja víða vegna beinna og óbeinna áhrifa loftslagsbreytinga. Lillie ferðast um með tófubangsann Lucky sem hún fékk frá WWF og þegar hún frétti af Melrakkasetrinu vildi hún ólm komast þangað. Þegar Lillie kom með foreldrum sínum sl. sumar hitti hún Frosta litla og heillaðist af honum eins og fleiri. Nú er Lillie að skrifa bók um tegundina og tileinkar hana Frosta og Melrakkasetrinu. Við hlökkum til að fá eintak frá Lillie og óskum henni til hamingju - hún er frábær stelpa og mikil fyrirmynd fyrir krakka sem láta drauma sína rætast og láta gott af sér leiða.

Um páskana fengum við svo senda bók frá Lattermann fjölskyldunni í Þýskalandi en þau komu í heimsókn í mars. Þeim fannst æðislegt að koma í setrið og langaði til að leggja okkur eitthvað til. Þar sem þeim fannst vanta bækur með þýskum texta fóru þau að leita. Þau fundu m.a. þessa gömlu fallegu sögubók um litlu tófuna: Der kleine Polarfuchs en hún er reyndar þýdd úr rússnesku og gefin út á áttunda áratugnum. Við erum þakklát fyrir sendinguna og nú hafa þýskumælandi gestir eitthvað skemmtilegt að lesa hjá okkur á sínu eigin tungumáli.
Vefumsjón