31.05.2013 - 09:46

Sumaropnun í Melrakkasetri

Laugardaginn 1. júní hefst sumaropnun í Melrakkasetri: við opnum kl. 9.00 og lokum kl. 22.00

Í Melrakkasetrinu er einstök sýning sem engin má missa af - melrakkinn er eitt af undrum veraldar og saga íslenskra refaveiðimanna er engu lík!

Rebbakaffi er notalegt kaffihús, þar er m.a. boðið upp á:
  • morgunverðarhlaðborð
  • rjúkandi morgunkaffi og te
  • súpa og nýbakað brauð í hádeginu
  • plokkfiskur og þrumari
  • gott með kaffinu
  • öl og aðrar léttar veigar
minjagripir, listasýningar, handverk, tónlist, leikhús og allskonar uppákomur


Nýir og „gamlir" starfsmenn taka vel á móti gestum: Genka er stormsveipurinn, Rúna er gleðigjafinn, Snorri er snillingurinn, Þórir er súpuhvíslarinn, Jónas er meistarinn, Eric er bestur og Ester er mesti melrakkinn.


Við hlökkum til að sjá þig, velkominn í Melrakkasetrið í sumar !

Vefumsjón