03.07.2015 - 13:35

Sumariđ hafiđ

Sumarið er heldur betur byrjað hjá okkur í Melrakkasetrinu. Í maí var ferðamannastraumurinn meiri en í fyrra svo sumarið lofar góðu. Breytingar hafa verið gerðar á sýningunni hjá okkur, hluti af henni var færður á efri hæðina svo núna er meira pláss og fer betur um stóra hópa sem koma til okkar. Í tilefni af 5 ára afmæli Melrakkasetursins var haldin afmælisveisla með köku, kaffi og öðrum ljúffengum veitingum. Hér var mikið fjör enda um 200 manns sem komu að fagna með okkur. Candyflossvélin sló að sjálfsögðu í gegn og mikil spenna ríkti í minigolfi og dorgveiðikeppni. Dagurinn endaði á frumsýningu heimildarmyndarinnar „Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson þar sem hann fylgir refafjölskyldu í friðalandi Hornstranda. Myndin verður hluti af sýningunni hjá okkur og til sölu á DVD disk. Í dag heldur fyrsta rannsóknarteymið til Hornstranda til þess að fylgjast með refunum þar og spennandi verður að heyra fréttir af refunum í friðlandinu. Okkur hlakkar mikið til þess sem eftir er af sumrinu og hlökkum til að sjá ykkur.
Vefumsjón