06.07.2016 - 15:53

Sumariš 2016

Sjįlfbošališarnir okkar sįum um andlitsmįlun en eins myndirnar gefa til kynna endušu krakkarnir į žvķ aš mįla sjįlfbošališana!
Sjįlfbošališarnir okkar sįum um andlitsmįlun en eins myndirnar gefa til kynna endušu krakkarnir į žvķ aš mįla sjįlfbošališana!
« 1 af 2 »
Sumarið hjá okkur á Melrakkasetrinu hefur gengið ótrúlega vel. Nóg af gestum til þess að taka á móti og ekki hefur veðrið verið af verri endanum. Það er ótrúlega gaman að fá svona marga gesti sem koma úr öllum áttum til þess að fræðast um Melrakkann. Einnig hafa gestir af skemmtiferðaskipum komið til okkar og notið þess að fá hjá okkur kaffi og hjónabandssælu og vilja ólmir fá uppskriftina.

Við héldum líka upp á 6 ára afmæli Melrakkasetursins þar sem margt fólk kom og fagnaði með okkur. Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir börnin, sem fór örlítið úr böndunum en það er alveg ljóst að allir skemmtu sér við þetta og það er það sem skiptir mestu máli. Dorgveiðikeppnin er að sjálfsögðu fastur dagskrárliður og gekk líka svona ótrúlega vel. Við skemmtum okkur ótrúlega vel og vonum að þið hafið gert það líka!

Refirnir okkar hafa það gott og eru mjög ánægðir með þann fisk sem þorpsbúar og aðrir gestir hafa gefið þeim og þakka kærlega fyrir sig. Mikill leikur hefur verið í þeim síðustu daga en annars hafa þeir verið heldur latir á þessum sólríku dögum sem við höfum fengið. 

Við erum ótrúlega ánægð með nýja starfsfólkið sem hefur gengið til liðs við okkur í sumar. Það eru þau Karlotta Dúfa Markan, Slavyan Yordanov og Freyja Rún Óskarsdóttir. Karlotta og Slavyan hafa tekið eldhúsið föstum tökum og skiptast á að elda dýrindis grænmetissúpu handa gestunum okkar. Slavyan gefur þar móður sinni, henni Genku okkar, ekkert eftir (enda svo ótrúlega vel upp alinn). Auk grænmetissúpunnar okkar góðu munum við að sjálfsögðu bjóða upp á plokkfisk og ekki má gleyma hjónabandssælunni og vöfflunum sem enginn getur staðist.

Opið verður hjá okkur 9-18 alla daga þar til í september og allir velkomnir að kíkja á okkur.
Fyrir mitt leyti er bara frábært að vera komin aftur til Súðavíkur og ég hlakka mikið til að eyða sumrinu með ykkur á Melrakkasetrinu.

-Snæfríður 

Vefumsjón