05.12.2009 - 13:09

Styrkur frá Menningarráði Vestfjarða

Ester tekur við styrkloforði úr höndum formanns Menningarráðs Vestfjarða. Mynd: Ágúst Atlason
Ester tekur við styrkloforði úr höndum formanns Menningarráðs Vestfjarða. Mynd: Ágúst Atlason
« 1 af 3 »
Menningarráð Vestfjarða úthlutaði í gær, föstudaginn 4. desember, 37 styrkjum til menningartengdra verkefna á Vestfjörðum.
Melrakkasetrið hlaut þar styrk að upphæð 600 þúsund kr. til að hanna og setja upp sýningu um refaveiðar og refaveiðimenn í Eyrardalsbænum. Við erum afar þakklát menningarráðinu fyrir styrkinn og teljum það mikinn heiður og viðurkenningu fyrir setrið að hljóta þennan styrk. Slíkur stuðningur skiptir sköpum fyrir okkur í þeirri vinnu sem framundan er og gerir okkur kleift að halda áætlun í uppbyggingu sýningarinnar, sem þó hefur tafist að nokkru leyti vegna ytri aðstæðna.
Sagt er frá úthlutuninni á vef Menningarráðs Vestfjarða
Vefumsjón