09.12.2007 - 20:20
Styrkur frá Menningarráði Vestfjarða
tekið af heimasíðu Menningarráðs Vestfjarða:
Styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007 var úthlutað við
hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík þann 7. desember
2007. Við athöfnina fluttu Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs
Vestfjarða og Eiríkur Þorláksson fulltrúi Menntamálaráðuneytisins
erindi, en athöfninni stjórnaði Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður
Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða kynnti síðan niðurstöður Menningarráðsins varðandi styrkveitingar árið 2007
Melrakkasetur Íslands fékk úthlutað kr 500.000,- og verður fénu varið til öflunar gagna um grenjavinnslu fyrr og nú og efninu gert skil á heimasíðu setursins í byrjun en seinna á sýningunni í Eyrardal á Súðavík