05.02.2013 - 08:07

Styrkur, Hornstrandir og BBC

Heimsókn leikskólabarna í Súđavík, desember 2012
Heimsókn leikskólabarna í Súđavík, desember 2012
Í lok janúar var birt tilkynning um styrkveitingar Umhverfisráðuneytisins vegna verkefna árið 2013. Melrakkasetrið hlaut styrk til rannsókna á refum á Hornströndum næsta sumar. Við erum ákaflega þakklát fyrir styrkveitinguna enda teljum við mikilvægt að halda áfram að fylgjast með refunum "okkar" á þessu svæði. Nú getum við svarað þeim fjölmörgu umsækjendum sem hafa sótt um að vera sjálfboðaliðar næsta sumar, það verður gaman að geta tekið við ungum og áhugasömum hjálparliðum frá ýmsum löndum. Því miður geta ekki allir fengið verkefni þrátt fyrir að ekki sé skortur á rannsóknarefnum en við gerum okkar besta. Við munum einnig fá tvo "skiptinema" sem munu vinna stutt rannsóknarverkefni um refi. Þau koma frá Sviss og Bandaríkjunum en annars eru umsóknir sjálfboðaliðanna frá ýmsum heimshornum. Gaman að sjá hvað margir virðast vita af Melrakkasetrinu í hinum stóra heimi. Enn fleiri fá að kynnast okkur og verkefnunum okkar í útvarpsþætti á BBC 4 þriðjudaginn 5. febrúar kl. 11.00. Hægt er að hlusta á þáttinn í beinni útsendingu á netinu hér: http://www.bbc.co.uk/radio4

Takk fyrir okkur
- melrakkarnir
Vefumsjón