11.02.2014 - 16:56

Stuttar frttir r Melrakkasetrinu

Sjlfboaliar  Hornvk
Sjlfboaliar Hornvk
« 1 af 3 »

Sjálfboðaliðastarf

Eins og undanfarin ár mun nokkur fjöldi sjálfboðaliða koma til aðstoðar á Melrakkasetrinu í ár. Helstu verkefni þeirra verður að fara í rannsóknaferðir á Hornstrandir og aðstoða við ýmislegt er til fellur á Melrakkasetrinu sjálfu. Áætlað er að um 20 til 25 sjálfboðaliðar muni koma í sumar. Umsóknir frá sjálfboðaliðum víða að úr heiminum hafa verið að berast síðan í október og er hér undantekningalítið um hæfileikaríkt og vel menntað fólk að ræða. Allir umsækjendur eru a.m.k. með BS gráðu eða sambærilega menntun og mjög margir með MS gráðu. Starfsmenn Melrakkasetursins hafa undanfarið unnið að skipulagningu sjálfboðaliðastafsins og ljóst er að ekki komast allir að, sem áhuga hafa. Fullt er orðið í þær þrjá rannsóknaferðir sem farnar verða á Hornstrandir í sumar og biðlistar komnir í júlí og ágúst ferðirnar. Einnig er fullbókað í þau verkefni sem fyrir liggja á Melrakkasetrinu sjálfu og þar er einnig kominn biðlisti. Ánægjulegt er að sjá hversu margir erlendir sjálfboðaliðar hafa áhuga á að koma og taka þátt í starfsemi Melrakkasetursins. Ein ástæða þess er hversu gott orðspor fer af starfseminni erlendis og hversu ánægðir þeir sjálfboðaliðar sem hér hafa starfað undanfarin ár snúa heim. Það er ekki einungis ánægja með Melrakkasetrið sjálft heldur einnig það samfélag sem þeir hafa starfar í hér í Súðavík.

Starfið á Melrakkasetrinu í sumar veður fjölþjóðlegt, því auk íslenskra starfsmanna verða þar sjálfboðaliðar frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Belgíu, Kanada, Bandaríkjunum og Noregi.

 

Markaðsmál

Í janúar tók starfsmaður Melrakkasetursins þátt í  Mannamótum markaðsstofanna 2014 ásamt starfsmanni Súðavíkurhrepps. Tilgangur Mannamóta var að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Melrakkasetursins með þátttökunni var að reyna að ná sambandi við ferðaþjónustuaðila sem skipuleggja ferðir um Ísland og þá kannski sérstaklega þeirra sem skipuleggja hópferðir. Einnig að kynna starfsemina fyrir leiðsögumönnum og fólki sem starfar við upplýsingagjöf til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.  Þátttakan tókst í alla staði vel og náðist að koma á samskiptum við nokkur stór ferðaþjónustufyrirtæki. Nú þarf að styrkja samskiptin, vinna áfram með þessum aðilum og vona að árangur sjáist á næstu árum.     

Vefumsjn