13.11.2009 - 09:39

Stefnumótun

Melrakkafundur
Melrakkafundur
Melrakkasetrið er þessa dagana að vinna í stefnumótun fyrirtækisins, þar sem mótuð er framtíðarsýn og skilgreindar leiðir til að ná settu marki. Unnið er eftir nokkrum kerfum (m.a. SVÓT greining) með hliðsjón af styrkleikum, veikleikum, ógnum og tækifærum. Vinnan er leidd af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (atvest).

Talið er mikilvægt að móta stefnu fyrirtækisins á þessum tímapunkti þar sem starfið fram að þessu hefur einungis verið á undirbúningsstigi, en nú er framundan fyrsta sumarið þar sem sýningin er opin og því margt sem þarf að taka til endurskoðunar frá þeirri áætlun sem hingað til hefur verið unnið út frá, en hún var gerð haustið 2007.

Vefumsjón