08.03.2010 - 22:58

Stađan í Eyrardal

"stássstofan" 30. jan
« 1 af 2 »
Við fórum í heimsókn í Eyrardal í dag og hittum þar fyrir smiðina, þá Ragnar og Einar. Þeir, ásamt Arnari félaga sínum og Magnúsi yfirsmið, hafa unnið af kappi við að klæða veggi fyrstu hæðarinnar með upprunalegum panel í bland við nýrri efnivið. Húsið er óðum að taka á sig mynd og verður spennandi að innrétta kaffihúsið ásamt því að setja upp sýninguna.
Í vikunni komu sýningarhönnuðirnir Finnur Arnar og Auður Alfífa til að fara yfir sýningargögn og áætlanir um framsetningu efnis og hluta og hanna heildarútlit sýningarinnar.
Vefumsjón