13.05.2009 - 16:45

Spendýrafélag á Íslandi

Nýlega var stofnað spendýrafélag á Íslandi en það er skipað fólki sem áhuga hefur á og stundar rannsóknir á íslenskum spendýrum. Félagið verður sambærilegt við spendýrafélög erlendis (e. mammal society) og eru um 30 manns á fyrsta félagalista en undirbúningsstjórn var kosin á Hvanneyri 25. apríl síðastliðinn.
Melrakkasetur Íslands hefur þann heiður að hýsa heimasíðu félagsins til að byrja með og er það vel við hæfi þar sem melrakkinn er eina upphaflega landspendýrið á Íslandi. Síðuna er að finna hér neðst á hliðarsíðunni.
Félagið er þó ekki bara fyrir þá sem rannsaka villt spendýr, á sjó og landi, heldur líka húsdýr. Fræðasviðin spanna m.a. almenna líffræði, vistfræði og atferlisfræði og spennandi að sjá hvernig félagið mun þróast.
Sagt er frá stofnun félagsins í þættinum "samfélagið í nærmynd" á rás 1 - hægt að hlusta hér 
Vefumsjón