27.04.2010 - 08:17

Snođdýr

Mórautt snođdýr
Mórautt snođdýr
Við vorum að fá glæsilegar ljósmyndir frá Jóhanni Óla Hilmarssyni á Stokkseyri en hann er vel þekktur fyrir fuglamyndir sínar. Ein af myndum Jóhanns er af svokölluðu snoðdýri en snoðdýr kallast melrakkar með smitsjúkdóm sem veldur hárleysi og skertum hárvexti. Snoðdýr eru bara þekkt meðal íslenskra melrakka. 
Sjúkdómsvaldurinn er ekki þekktur en hann er ekki arfbundinn heldur smitast yrðlingar af móður sinni eftir fæðingu. Þetta eykur dánartíðni meðal yrðlinga en virðist ekki valda miklum vanhöldum á fullorðnum melrökkum. Snoðdýr þurfa að éta meira en heilbrigð dýr til að halda á sér hita. Snoðdýrslæður virðast ekki eiga í vandræðum með að ná sér í maka og eru jafnvel frjósamari en aðrar læður. Snoðdýrssteggir virðast síður eignast óðul og maka en aðrir refir, líklega vegna þess að öll orkan fer í að afla fæðu til að halda á sér hita.
 


Vefumsjón